Vill Víði áfram í íþróttamálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 14:09 Þórólfur og Víðir hafa verið í eldlínunni undanfarna mánuði og staðið hlið við hlið á mörgum upplýsingafundinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundi almannavarna í gærað hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess að fylgjast með landsleik á Laugardalsvelli þrátt fyrir að vera í sóttkví. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví. Átti ekki að veita leyfi Myndir náðust af þjálfurum við störf sín og var fjallað um málið á forsíðu Fréttablaðsins. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í gær. Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Út fyrir sitt valdsvið „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi á dögunum. Sá sem fram fór í gær var númer 124 í röðinni.Vísir/Vilhelm Þórólfur var spurður að því í dag hver tæki við keflinu af Víði. Ekki tilefni til að Víðir hætti „Það er ekki alveg ákveðið og ég á eftir að tala við Víði, því hann er alveg ómetanlegur í þessari vinnu. Það er vandséð hver getur tekið við af honum þar,“ segir Þórólfur. „Ég held að þessi hlutur sem kom upp þarna gefi ekki endilega tilefni til þess að hann hætti þeirri vinnu.“ Hann ætli að biðja Víði að halda áfram sínum störfum er varða íþróttamál. „Já, ég mun gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. 15. október 2020 15:03 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundi almannavarna í gærað hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess að fylgjast með landsleik á Laugardalsvelli þrátt fyrir að vera í sóttkví. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví. Átti ekki að veita leyfi Myndir náðust af þjálfurum við störf sín og var fjallað um málið á forsíðu Fréttablaðsins. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í gær. Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Út fyrir sitt valdsvið „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi á dögunum. Sá sem fram fór í gær var númer 124 í röðinni.Vísir/Vilhelm Þórólfur var spurður að því í dag hver tæki við keflinu af Víði. Ekki tilefni til að Víðir hætti „Það er ekki alveg ákveðið og ég á eftir að tala við Víði, því hann er alveg ómetanlegur í þessari vinnu. Það er vandséð hver getur tekið við af honum þar,“ segir Þórólfur. „Ég held að þessi hlutur sem kom upp þarna gefi ekki endilega tilefni til þess að hann hætti þeirri vinnu.“ Hann ætli að biðja Víði að halda áfram sínum störfum er varða íþróttamál. „Já, ég mun gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. 15. október 2020 15:03 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sjá meira
Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. 15. október 2020 15:03
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32