Hjartanlega velkomin! Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 16. október 2020 15:30 Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Innflytjendamál Mest lesið ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar