Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2020 18:46 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er í fimmta skipti sem tillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi, nú síðast á nýliðnum vetri en aldrei náð fram að ganga. Tæpt ár er liðið frá því Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um rannsóknir á möguleikum á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Samkomulagið byggði á skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Hér sést dreifing þingmanna eftir flokkum og kjördæmum sem skrifa upp á þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Athygli vekur að helmingur þingmanna stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skrifa undir tillöguna. Þingmennirnir tuttugu og fjórir vilja að þjóðin verði spurð: Foto: HÞ Flestir koma þingmennirnir úr Suðvesturkjördæmi eða sex. Fimm koma úr Norðausturkjördæmi og annar eins fjöldi úr Norðvesturkjördæmi, fjórir koma úr suðurkjördæmi og fjórir úr Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem umræddur flugvöllur er staðsettur, þar af einn stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum. Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta Framsóknarflokksins, níu af ellefu þingmönnum Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn af níu þingmönnum Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Samkvæmt samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember í fyrra hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgjast með rannsóknum á kostum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. Borgini og ríkið skipta méð sér 200 milljóna framlagi til rannsóknanna. Stefnt er að því að taka ákvörðun hvort af byggingu flugvallarins verði fyrir lok árs 2024. Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fréttir af flugi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er í fimmta skipti sem tillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi, nú síðast á nýliðnum vetri en aldrei náð fram að ganga. Tæpt ár er liðið frá því Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um rannsóknir á möguleikum á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Samkomulagið byggði á skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Hér sést dreifing þingmanna eftir flokkum og kjördæmum sem skrifa upp á þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Athygli vekur að helmingur þingmanna stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skrifa undir tillöguna. Þingmennirnir tuttugu og fjórir vilja að þjóðin verði spurð: Foto: HÞ Flestir koma þingmennirnir úr Suðvesturkjördæmi eða sex. Fimm koma úr Norðausturkjördæmi og annar eins fjöldi úr Norðvesturkjördæmi, fjórir koma úr suðurkjördæmi og fjórir úr Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem umræddur flugvöllur er staðsettur, þar af einn stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum. Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta Framsóknarflokksins, níu af ellefu þingmönnum Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn af níu þingmönnum Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Samkvæmt samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember í fyrra hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgjast með rannsóknum á kostum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. Borgini og ríkið skipta méð sér 200 milljóna framlagi til rannsóknanna. Stefnt er að því að taka ákvörðun hvort af byggingu flugvallarins verði fyrir lok árs 2024.
Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fréttir af flugi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent