Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 23:23 Snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík var fenginn til að flytja rafstöðina frá Skálafellsjökli og upp á Grímsfjall. Hér er snjóbíllinn með búnað Landvirkjunar og Jarðvísindastofnunar. Mynd/Almannavarnir. Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, sem talið var óásættanlegt vegna vísbendinga um að eldgos gæti verið í uppsiglingu. Vísindatækin eru í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli. Auk þess er Neyðarlínan þar með TETRA-sendi og örbylgjusamband sem nær niður á Skeiðarársand. Allar gagnasendingar fara um þennan sendi en hann fær orku úr rafgeymastæðu sem hlaðin er með fjarstýrðri rafstöð. Grímsvötn séð úr vefmyndavél ofan af Grímsfjalli í vikunni.Mynd/Almannavarnir. Þegar rafstöðin bilaði í vikunni stóðu menn frammi fyrir því að einungis 24 tímar væru eftir af hleðslu rafgeymanna og eftir það myndu gögn hætta að berast frá Grímsfjalli. Var gripið til þess ráðs að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar til þess að fljúga með nýja rafstöð upp á Vatnajökul. Sú leið reyndist ófær þar sem rafstöðin var talin of þung fyrir þyrlu. Rafstöðinni var lyft upp í snjóbíllinn um nóttina með traktor af sveitabæ úr Suðursveit.Mynd/Almannavarnir. „Það var til happs að hópur frá Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Neyðarlínunni var við mælingar á Vatnajökli og lögðust allir á eitt við að koma nýrri rafstöð upp á Grímsfjall,“ segir í pistli á fésbókarsíðu Almannavarna. Nýja rafstöðin komin á sinn stað í vélargeymslunni á Grímsfjalli.Mynd/Almannavarnir. Til að allt gengi sem skjótast fyrir sig, áður en rafgeymarnir tæmdust, var ákveðið að ný rafstöð yrði flutt landleiðina með bíl austur að Skálafellsjökli. Á sama tíma færi snjóbíll Hjálparsveitar skáta, sem var að þjónusta mælingaleiðangurinn, akandi frá Grímsfjalli niður að jökulsporði til móts við rafstöðina. „Vel gekk að koma rafstöðinni fyrir í snjóbílnum með aðstoð Bjarna Skarphéðins á Vagnsstöðum, sem kom með traktor til að lyfta rafstöðinni, og var hún komin upp á Grímsfjall kl. 04 um nóttina, eða um 18 tímum eftir að óskað var eftir nýrri rafstöð. Rúmlega 2 tíma tók að ganga frá henni og tengja og var allt farið að virka áður en hleðsla geymanna tæmdist,“ segir í lýsingu Almannavarna. „Þetta er stutt saga um frábæra samvinnu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til almannavarna þegar mest á reynir, því við erum öll almannavarnir,“ segir þar. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landsvirkjun Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, sem talið var óásættanlegt vegna vísbendinga um að eldgos gæti verið í uppsiglingu. Vísindatækin eru í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli. Auk þess er Neyðarlínan þar með TETRA-sendi og örbylgjusamband sem nær niður á Skeiðarársand. Allar gagnasendingar fara um þennan sendi en hann fær orku úr rafgeymastæðu sem hlaðin er með fjarstýrðri rafstöð. Grímsvötn séð úr vefmyndavél ofan af Grímsfjalli í vikunni.Mynd/Almannavarnir. Þegar rafstöðin bilaði í vikunni stóðu menn frammi fyrir því að einungis 24 tímar væru eftir af hleðslu rafgeymanna og eftir það myndu gögn hætta að berast frá Grímsfjalli. Var gripið til þess ráðs að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar til þess að fljúga með nýja rafstöð upp á Vatnajökul. Sú leið reyndist ófær þar sem rafstöðin var talin of þung fyrir þyrlu. Rafstöðinni var lyft upp í snjóbíllinn um nóttina með traktor af sveitabæ úr Suðursveit.Mynd/Almannavarnir. „Það var til happs að hópur frá Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Neyðarlínunni var við mælingar á Vatnajökli og lögðust allir á eitt við að koma nýrri rafstöð upp á Grímsfjall,“ segir í pistli á fésbókarsíðu Almannavarna. Nýja rafstöðin komin á sinn stað í vélargeymslunni á Grímsfjalli.Mynd/Almannavarnir. Til að allt gengi sem skjótast fyrir sig, áður en rafgeymarnir tæmdust, var ákveðið að ný rafstöð yrði flutt landleiðina með bíl austur að Skálafellsjökli. Á sama tíma færi snjóbíll Hjálparsveitar skáta, sem var að þjónusta mælingaleiðangurinn, akandi frá Grímsfjalli niður að jökulsporði til móts við rafstöðina. „Vel gekk að koma rafstöðinni fyrir í snjóbílnum með aðstoð Bjarna Skarphéðins á Vagnsstöðum, sem kom með traktor til að lyfta rafstöðinni, og var hún komin upp á Grímsfjall kl. 04 um nóttina, eða um 18 tímum eftir að óskað var eftir nýrri rafstöð. Rúmlega 2 tíma tók að ganga frá henni og tengja og var allt farið að virka áður en hleðsla geymanna tæmdist,“ segir í lýsingu Almannavarna. „Þetta er stutt saga um frábæra samvinnu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til almannavarna þegar mest á reynir, því við erum öll almannavarnir,“ segir þar.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landsvirkjun Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07