Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 14:42 Blóm hafa verið lögð við skólann sem kennarinn kenndi við. AP/Michel Euler Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. Franska lögreglan rannsakar morðið sem hyrðjuverk en Paty var hálshöggvinn af manni sem vopnaður var stórum hníf. Níu eru nú í haldi lögreglu vegna morðsins en árásarmaðurinn var átján ára gamall að sögn lögreglu. Paty var sögu- og landafræðikennari og hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund. Um klukkan 17:00 að staðartíma í gær var hann myrtur nærri skóla í úthverfinu en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal foreldrar barns í skólanum sem Paty kenndi við að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá vekur athygli að árásin átti sér stað nú þegar réttarhöld fara fram vegna árásar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París árið 2015, sem hafði endurbirt myndir af spámanninum. Myndbirtingin leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Franskir miðlar greina frá því að kennaranum höfðu borist hótanir eftir kennslustundina þar sem hann sýndi myndirnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina bera öll einkenni hryðjuverkaárásar og fordæmdi verknaðinn. Sagði hann Paty hafa verið myrtan fyrir það að hafa kennt nemendum sínum tjáningarfrelsi og að árásin myndi ekki sundra frönsku þjóðinni. Nemendur eru sagðir vera í áfalli vegna morðsins. Einn nemanda hans sagði hann hafa verið kennari sem elskaði starf sitt og hafði raunverulega ástríðu fyrir því að kenna þeim. Frakkland Tengdar fréttir Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. Franska lögreglan rannsakar morðið sem hyrðjuverk en Paty var hálshöggvinn af manni sem vopnaður var stórum hníf. Níu eru nú í haldi lögreglu vegna morðsins en árásarmaðurinn var átján ára gamall að sögn lögreglu. Paty var sögu- og landafræðikennari og hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund. Um klukkan 17:00 að staðartíma í gær var hann myrtur nærri skóla í úthverfinu en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal foreldrar barns í skólanum sem Paty kenndi við að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá vekur athygli að árásin átti sér stað nú þegar réttarhöld fara fram vegna árásar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París árið 2015, sem hafði endurbirt myndir af spámanninum. Myndbirtingin leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Franskir miðlar greina frá því að kennaranum höfðu borist hótanir eftir kennslustundina þar sem hann sýndi myndirnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina bera öll einkenni hryðjuverkaárásar og fordæmdi verknaðinn. Sagði hann Paty hafa verið myrtan fyrir það að hafa kennt nemendum sínum tjáningarfrelsi og að árásin myndi ekki sundra frönsku þjóðinni. Nemendur eru sagðir vera í áfalli vegna morðsins. Einn nemanda hans sagði hann hafa verið kennari sem elskaði starf sitt og hafði raunverulega ástríðu fyrir því að kenna þeim.
Frakkland Tengdar fréttir Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32