Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 18:20 Árásarmaðurinn birti myndir af líkinu á Twitter. AP Photo/Michel Euler Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. Maðurinn birti síðar myndir af líki Samuel Paty á samfélagsmiðlum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed og er það talin kveikjan að árásinni. Árásarmaðurinn skaut síðar í gær úr loftbyssu í átt að lögreglu sem svo skaut hann til bana. Níu hafa verið handtekin í tengslum við árásina og er nú rannsakað hvort þau hafi tengsl við íslamska hryðjuverkahópa. Franska hryðjuverkalögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn, sem hét Abdoulakh A., og var átján ára gamall. Hann er af téténskum ættum en fæddist í Moskvu. Abdoulakh sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Birti myndir af líkinu á Twitter Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandy, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Hann er sagður hafa farið í skólann sem Paty kenndi við síðdegis á föstudag og beðið nemendur skólans að benda á Paty. Hann elti svo Paty á leið hans heim og réðst á hann með hníf. Eftir að hafa veitt Paty nokkra höfuðáverka með hnífnum afhöfðaði hann Paty. Abdoulakh birti myndir af líkinu á Twitter auk þess sem hann sagði Emmanuel Macron og Frakka alla „heiðingja“ og „hunda.“ Þegar lögregla nálgaðist hann skaut hann að þeim með loftbyssu. Lögreglan svaraði í sömu mynt en hann var skotinn alls níu sinnum áður en hann dó. Um 30 sentímetra hnífur fannst á vettvangi. Frakkland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. Maðurinn birti síðar myndir af líki Samuel Paty á samfélagsmiðlum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed og er það talin kveikjan að árásinni. Árásarmaðurinn skaut síðar í gær úr loftbyssu í átt að lögreglu sem svo skaut hann til bana. Níu hafa verið handtekin í tengslum við árásina og er nú rannsakað hvort þau hafi tengsl við íslamska hryðjuverkahópa. Franska hryðjuverkalögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn, sem hét Abdoulakh A., og var átján ára gamall. Hann er af téténskum ættum en fæddist í Moskvu. Abdoulakh sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Birti myndir af líkinu á Twitter Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandy, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Hann er sagður hafa farið í skólann sem Paty kenndi við síðdegis á föstudag og beðið nemendur skólans að benda á Paty. Hann elti svo Paty á leið hans heim og réðst á hann með hníf. Eftir að hafa veitt Paty nokkra höfuðáverka með hnífnum afhöfðaði hann Paty. Abdoulakh birti myndir af líkinu á Twitter auk þess sem hann sagði Emmanuel Macron og Frakka alla „heiðingja“ og „hunda.“ Þegar lögregla nálgaðist hann skaut hann að þeim með loftbyssu. Lögreglan svaraði í sömu mynt en hann var skotinn alls níu sinnum áður en hann dó. Um 30 sentímetra hnífur fannst á vettvangi.
Frakkland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira