„Hann var bara að skemmta sér“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2020 18:12 Lara Trump, Gretchen Whitmer og Donald Trump. Vísir/AP Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer og rétta yfir henni fyrir landráð. Ríkisstjórinn segir að Trump eigi að hætta að ýta undir ofbeldi gegn embættismönnum og blása lífi í heimaræktaða hryðjuverkamenn og þess í stað snúa sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar. Trump var með stuðningsmönnum sínum í Muskegon í Michigan í gær. Þar krafðist hann þess að Whitmer felldi úr gildi þær ferðatakmarkanir og aðrar ráðstafanir vegna faraldursins og byrjuðu stuðningsmenn hans að kalla: „Læsið hana inni“. „Læsið þau öll inni,“ sagði forsetinn. Seinna á fundinum gagnrýndi Trump Whitmer aftur og við það byrjuðu stuðningsmenn hans aftur að kalla eftir handtöku hennar. Þá leyfði hann þeim að kalla í nokkra stund og gagnrýndi hana svo fyrir að hafa kennt honum um að reynt hafi verið að ræna henni. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps For the second time in a single speech, Trump fans in Michigan direct "lock her up!" chants toward Gretchen Whitmer, who just weeks ago was the target of a kidnapping/assassination plot hatched by Trump supporters pic.twitter.com/wh7ts1Cqf5— Aaron Rupar (@atrupar) October 17, 2020 Lara Trump, tengdadóttir forsetans og ráðgjafi í framboði hans, var spurð um málið á CNN í dag. Þar var hún sérstaklega spurð að því hvort Trump ætti ekki að draga úr áróðri sínum gagnvart Whitmer. Hún hefði sjálf sagt að hann væri hættulegur. Hún sagði að það sem kom fyrir Whitmer ætti ekki að koma fyrir neinn. Sagði hún einnig að það hefði verið Dómsmálaráðuneyti Trump sem hefði komið í veg fyrir árásina, sem endurspeglar það sem Trump sjálfur hefur sagt þar sem hann hefur gagnrýnt Whitmer fyrir að þakka honum ekki fyrir að ráðabruggið hafi verið stöðvað. Lara Trump sagði að hún fengi sjálf ítrekað hótanir á samfélagsmiðlum. Jake Tapper, fréttamaður CNN, benti henni þó á að Joe Biden og aðrir Demókratar væru ekki að kalla eftir slíku eða ýta undir það. „Hann var ekki að gera neitt, held ég, sem ýtti undir ofbeldishótanir gegn henni. Hann var að skemmta sér,“ sagði Lara Trump. Hún sneri sér þá að því hvað allir væru pirraðir yfir sóttvarnaaðgerðum og umræðan á kosningafundinum hefði bara verið á léttum nótum. „Auðvitað var hann ekki að hvetja fólk til að ógna þessari konu. Það er fáránlegt,“ sagði hún. When asked if the President should tone down his rhetoric against Michigan Gov. Gretchen Whitmer, Trump campaign senior adviser Lara Trump says, "He wasn't doing anything, I don't think, to provoke people to threaten this woman at all. He was having fun at a Trump rally" #CNNSOTU pic.twitter.com/Hm9GIWeH5d— State of the Union (@CNNSotu) October 18, 2020 Whitmer var sjálf í Meet the Press á NBC í dag. Þar gagnrýndi hún Trump harðlega. Hún sagði það ótrúlega ógnvænlegt að tíu dögum eftir að ráðabrugg öfgamanna um að taka hana af lífi hefði verið stöðvað, væri forsetinn enn að ýta undir hryðjuverk sem slík. „Það er rangt og það þarf að stöðva þetta,“ sagði hún. „Þetta er hættulegt. Ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur embættismenn alls staðar, sem eru að vinna vinnu sína og reyna ða vernda aðra Bandaríkjamenn. Hún sagði að bæði Demókratar og Repúblikanar þyrftu að taka höndum saman til að stöðva áróður sem þennan og draga úr spennu. NEW: Trump s supporters chant lock her up at Michigan rally.@GovWhitmer: Ten days after a plot to kidnap, put me on trial and execute me. Ten days after that was uncovered, the president is at it again. And inspiring and incentivizing and inciting ... domestic terrorism. pic.twitter.com/3FlnyN2Qp6— Meet the Press (@MeetThePress) October 18, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer og rétta yfir henni fyrir landráð. Ríkisstjórinn segir að Trump eigi að hætta að ýta undir ofbeldi gegn embættismönnum og blása lífi í heimaræktaða hryðjuverkamenn og þess í stað snúa sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar. Trump var með stuðningsmönnum sínum í Muskegon í Michigan í gær. Þar krafðist hann þess að Whitmer felldi úr gildi þær ferðatakmarkanir og aðrar ráðstafanir vegna faraldursins og byrjuðu stuðningsmenn hans að kalla: „Læsið hana inni“. „Læsið þau öll inni,“ sagði forsetinn. Seinna á fundinum gagnrýndi Trump Whitmer aftur og við það byrjuðu stuðningsmenn hans aftur að kalla eftir handtöku hennar. Þá leyfði hann þeim að kalla í nokkra stund og gagnrýndi hana svo fyrir að hafa kennt honum um að reynt hafi verið að ræna henni. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps For the second time in a single speech, Trump fans in Michigan direct "lock her up!" chants toward Gretchen Whitmer, who just weeks ago was the target of a kidnapping/assassination plot hatched by Trump supporters pic.twitter.com/wh7ts1Cqf5— Aaron Rupar (@atrupar) October 17, 2020 Lara Trump, tengdadóttir forsetans og ráðgjafi í framboði hans, var spurð um málið á CNN í dag. Þar var hún sérstaklega spurð að því hvort Trump ætti ekki að draga úr áróðri sínum gagnvart Whitmer. Hún hefði sjálf sagt að hann væri hættulegur. Hún sagði að það sem kom fyrir Whitmer ætti ekki að koma fyrir neinn. Sagði hún einnig að það hefði verið Dómsmálaráðuneyti Trump sem hefði komið í veg fyrir árásina, sem endurspeglar það sem Trump sjálfur hefur sagt þar sem hann hefur gagnrýnt Whitmer fyrir að þakka honum ekki fyrir að ráðabruggið hafi verið stöðvað. Lara Trump sagði að hún fengi sjálf ítrekað hótanir á samfélagsmiðlum. Jake Tapper, fréttamaður CNN, benti henni þó á að Joe Biden og aðrir Demókratar væru ekki að kalla eftir slíku eða ýta undir það. „Hann var ekki að gera neitt, held ég, sem ýtti undir ofbeldishótanir gegn henni. Hann var að skemmta sér,“ sagði Lara Trump. Hún sneri sér þá að því hvað allir væru pirraðir yfir sóttvarnaaðgerðum og umræðan á kosningafundinum hefði bara verið á léttum nótum. „Auðvitað var hann ekki að hvetja fólk til að ógna þessari konu. Það er fáránlegt,“ sagði hún. When asked if the President should tone down his rhetoric against Michigan Gov. Gretchen Whitmer, Trump campaign senior adviser Lara Trump says, "He wasn't doing anything, I don't think, to provoke people to threaten this woman at all. He was having fun at a Trump rally" #CNNSOTU pic.twitter.com/Hm9GIWeH5d— State of the Union (@CNNSotu) October 18, 2020 Whitmer var sjálf í Meet the Press á NBC í dag. Þar gagnrýndi hún Trump harðlega. Hún sagði það ótrúlega ógnvænlegt að tíu dögum eftir að ráðabrugg öfgamanna um að taka hana af lífi hefði verið stöðvað, væri forsetinn enn að ýta undir hryðjuverk sem slík. „Það er rangt og það þarf að stöðva þetta,“ sagði hún. „Þetta er hættulegt. Ekki bara fyrir mig og mína fjölskyldu heldur embættismenn alls staðar, sem eru að vinna vinnu sína og reyna ða vernda aðra Bandaríkjamenn. Hún sagði að bæði Demókratar og Repúblikanar þyrftu að taka höndum saman til að stöðva áróður sem þennan og draga úr spennu. NEW: Trump s supporters chant lock her up at Michigan rally.@GovWhitmer: Ten days after a plot to kidnap, put me on trial and execute me. Ten days after that was uncovered, the president is at it again. And inspiring and incentivizing and inciting ... domestic terrorism. pic.twitter.com/3FlnyN2Qp6— Meet the Press (@MeetThePress) October 18, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04