Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 19:30 Eplin hjá Jóni eru einstaklega falleg en hann áætlar að hann nái af trjánum 40 til 50 kíló af eplum í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þrátt fyrir að í dag sé 18. október þá eru þeir, sem eru með eplatré í görðum sínum enn að fara út og tína sér epli af trjánum. Gott dæmi um það er eplabóndi á Akranesi, sem hefur ekki undan að tína eplin vegna mikillar uppskeru. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að eplarækt væri stunduð úti á Íslandi í görðum fólks og einstaka garðyrkjustöð. Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjumaður á Akranesi reið á vaðið og hóf að prófa sig áfram með ræktunina og hefur prófað mismunandi yrki af plöntum til að finna út hvaða tré gefa bestu og mestu uppskeruna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Þau eru ágætlega þroskuð og fjöldinn er bara nokkuð góður. Sum læt ég vera aðeins lengur, ég tek þetta stundum í tveimur til þremur áföngum með kannski viku millibil,“ segir Jón. Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekkert mál að rækta epli á Íslandi? „Nei, nei, ef þú ert sæmilega staðsettur gagnvart skjóli og sól, þá áttu töluverða möguleika, sérstaklega hér á suðvesturhorninu þar sem sumarið er lengst.“ Jón segist vera mjög ánægður með uppskeruna í ár. „Ætli þetta séu ekki þrjú, fjögur eða fimm hundruð epli, ég hef ekki talið það nákvæmlega, ég gæti trúað því, kannski 40 til 50 kíló,“ segir Jón. Jón fer reglulega út í garð hjá sér og tínir epli af trjánum og safnar þeim saman í körfu áður en það verður gert eitthvað úr þeim eða þau borðuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eplin hjá Jóni smakkast einstaklega vel, það fer þó eftir tegundum, þau eru allt frá því að vera töluvert súr og þau bestu eru sæt og mjög safarík. Læðan Merlín á heimil Jóns og fjölskyldu fylgist vel með eplaræktinni og er alltaf mætt ef gesti ber að garði til að skoða eplin eða fá að smakka á þeim hjá Jóni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira