Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2020 23:18 Þessi mynd var tekin á botni Atlantshafsins árið 2004. Líkur hafa verið leiddar að því að maður hafi verið í skónum þegar Titanic sökk árið 1912. Vísir/AP Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. Titanic er mögulega frægasta skip heimsins en það sökk árið 1912 þegar verið var að sigla því frá Englandi til New York. Það rakst á ísjaka og sökk tiltölulega hratt í norðanverðu Atlantshafinu. Um 1.500 manns dóu og um 700 manns björguðust. Flakið fannst svo árið 1985 og síðan þá hafa verið farnar um 200 ferðir til að skoða flak skipsins, sem liggur á um 3,8 kílómetra dýpi. Ekki er vitað til þess að líkamsleifar hafi nokkru sinni sést. Málið hefur verið fyrir dómstólum vestanhafs í einhvern tíma. Í maí úrskurðaði dómari að leyfa ætti verkefnið en lögmenn ríkisins áfrýjuðu þeirri niðurstöðu. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar vitna lögmenn ríkisins í fornleifafræðinga og segja mögulegt að lík séu í flakinu eða undir sandi. Enda hafi 1.500 manns farist með því og lítill sem enginn straumur sé þar á botni hafsins. Þeir segja forsvarsmenn fyrirtækisins ekki taka tillit til þess í ætlunum sínum. Ætla kannski að saga gat á skipið Það er fyrirtækið RMS Titanic Inc sem á réttinn á því að kafa að flaki Titanic og vilja þeir senda sérhannaðan og ómannaðan kafbát inn í flakið. Hann ætti að fara í gegnum frægan glugga á efsta þilfari skipsins eða saga sig í gegnum þilfarið, sem er mjög ryðgað. Að endingu myndi kafbáturinn svo flytja talstöðina sem notuð var til að kalla eftir aðstoð á sínum tíma. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ólíklegt að finna megi líkamsleifar í flakinu eftir allan þennan tíma. Sérstaklega með tilliti til þess að það hafi ekki gerst í öllum þeim ferðum sem þegar hafa verið farnar að flakinu. Hér má sjá myndefni frá Telegraph sem birt var í byrjun ársins. Yfirvöld í Bretlandi eru sömuleiðis mótfallin því að RMS Titanic Inc fari að hrófla mikið við flakinu. Bretton Hunchak, forstjóri RMS Titanic, sagði AP fréttaveitunni, að fyrirtækið hefði ávalt komið fram við flakið sem fornleifagröft og grafreit, með virðingu. „Þetta er ekki eins og grafa með skóflu í Gettysburg,“ sagði David Gallo, haffræðingur sem kemur að verkefninu sem ráðgjafi. Hann sagði einnig að meðal kafara væri óskrifuð regla um að ef líkamsleifar fyndust væri slökkt á öllum myndavélum, hætt við þá tilteknu ferð og næstu skref ákveðin í kjölfar þess. Gallo sagði einnig að sjávardýr hefðu étið allt hold þeirra sem sukku með skipinu og að bein leystust upp á svo miklu dýpi. Það er þó ljóst að hvalbein hafa fundist á sambærilegu dýpi og sömuleiðis líkamsleifar. David Conlin, sem stýrir Submerged Resources Center hjá Þjóðgörðum Bandaríkjanna, vísaði til þess að líkamsleifar hafi fundist í H.L. Hunley, kafbáti á vegum Sambandsríkjanna í þrælastríð Bandaríkjanna sem sökk árið 1864. Sömuleiðis hafi leifar fundist í flaki skips sem sökk nærri grísku eyjunni Antikythera á fyrstu öld fyrir Krist. Hann sagði að mjög djúpur og kaldur sjór, þar sem lítið sem ekkert er af súrefni, varðveiti efni mjög vel. Að líklegast væru líkamsleifar inn í flakinu á svæðum sem erfitt sé að nálgast. Þar yrði varðveitingin bæði sorgleg og stórfengleg. Hér er svo myndband sem sýnir baðkar í káetu skipstjóra Titanic. Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Titanic Tengdar fréttir Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. Titanic er mögulega frægasta skip heimsins en það sökk árið 1912 þegar verið var að sigla því frá Englandi til New York. Það rakst á ísjaka og sökk tiltölulega hratt í norðanverðu Atlantshafinu. Um 1.500 manns dóu og um 700 manns björguðust. Flakið fannst svo árið 1985 og síðan þá hafa verið farnar um 200 ferðir til að skoða flak skipsins, sem liggur á um 3,8 kílómetra dýpi. Ekki er vitað til þess að líkamsleifar hafi nokkru sinni sést. Málið hefur verið fyrir dómstólum vestanhafs í einhvern tíma. Í maí úrskurðaði dómari að leyfa ætti verkefnið en lögmenn ríkisins áfrýjuðu þeirri niðurstöðu. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar vitna lögmenn ríkisins í fornleifafræðinga og segja mögulegt að lík séu í flakinu eða undir sandi. Enda hafi 1.500 manns farist með því og lítill sem enginn straumur sé þar á botni hafsins. Þeir segja forsvarsmenn fyrirtækisins ekki taka tillit til þess í ætlunum sínum. Ætla kannski að saga gat á skipið Það er fyrirtækið RMS Titanic Inc sem á réttinn á því að kafa að flaki Titanic og vilja þeir senda sérhannaðan og ómannaðan kafbát inn í flakið. Hann ætti að fara í gegnum frægan glugga á efsta þilfari skipsins eða saga sig í gegnum þilfarið, sem er mjög ryðgað. Að endingu myndi kafbáturinn svo flytja talstöðina sem notuð var til að kalla eftir aðstoð á sínum tíma. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ólíklegt að finna megi líkamsleifar í flakinu eftir allan þennan tíma. Sérstaklega með tilliti til þess að það hafi ekki gerst í öllum þeim ferðum sem þegar hafa verið farnar að flakinu. Hér má sjá myndefni frá Telegraph sem birt var í byrjun ársins. Yfirvöld í Bretlandi eru sömuleiðis mótfallin því að RMS Titanic Inc fari að hrófla mikið við flakinu. Bretton Hunchak, forstjóri RMS Titanic, sagði AP fréttaveitunni, að fyrirtækið hefði ávalt komið fram við flakið sem fornleifagröft og grafreit, með virðingu. „Þetta er ekki eins og grafa með skóflu í Gettysburg,“ sagði David Gallo, haffræðingur sem kemur að verkefninu sem ráðgjafi. Hann sagði einnig að meðal kafara væri óskrifuð regla um að ef líkamsleifar fyndust væri slökkt á öllum myndavélum, hætt við þá tilteknu ferð og næstu skref ákveðin í kjölfar þess. Gallo sagði einnig að sjávardýr hefðu étið allt hold þeirra sem sukku með skipinu og að bein leystust upp á svo miklu dýpi. Það er þó ljóst að hvalbein hafa fundist á sambærilegu dýpi og sömuleiðis líkamsleifar. David Conlin, sem stýrir Submerged Resources Center hjá Þjóðgörðum Bandaríkjanna, vísaði til þess að líkamsleifar hafi fundist í H.L. Hunley, kafbáti á vegum Sambandsríkjanna í þrælastríð Bandaríkjanna sem sökk árið 1864. Sömuleiðis hafi leifar fundist í flaki skips sem sökk nærri grísku eyjunni Antikythera á fyrstu öld fyrir Krist. Hann sagði að mjög djúpur og kaldur sjór, þar sem lítið sem ekkert er af súrefni, varðveiti efni mjög vel. Að líklegast væru líkamsleifar inn í flakinu á svæðum sem erfitt sé að nálgast. Þar yrði varðveitingin bæði sorgleg og stórfengleg. Hér er svo myndband sem sýnir baðkar í káetu skipstjóra Titanic.
Bandaríkin Bretland Skipaflutningar Titanic Tengdar fréttir Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30