„Mér sýnist þetta vera að stefna niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 08:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að fjöldi smitaðra fari vel niður á næstu dögum og vikum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að fjöldi kórónuveirusmita hér á landi sé heldur á niðurleið. Það er því að takast að ná utan um faraldurinn en það þýði hins vegar ekki að hægt sé að slaka á í aðgerðum gegn veirunni. Nú sé viðkvæmur tímapunktur í faraldrinum; verði slakað á núna geti það komið í bakið á okkur. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ánægjulegt að sjá að þróunin væri niður á við. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir tölur dagsins eða frá því í gær en mér sýnist þetta vera að stefna niður og það er bara mjög fínt og margir í sóttkví, það er akkúrat það sem við vildum sjá,“ sagði Þórólfur og vísaði þar til þess að undanfarna daga hefur meirihluta þeirra sem greinst hefur með veiruna verið í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort þetta þýði að okkur sé að takast að ná utan um veiruna með þeim hertu aðgerðum sem gripið hefur verið til svaraði Þórólfur að sér sýnist sem svo. „En það þýðir hins vegar ekki að við getum slakað á. Við erum á viðkvæmum tíma núna í þessu, það er að segja ef við förum að slaka á þá getum við fengið þetta í bakið aftur. En það sýnir sig með þessu að við getum náð utan um svona faraldur eins og við höfum verið að eiga við núna með samstöðunni og gera það sem við þurfum að gera.“ Hann kvaðst binda vonir við að sjá tölur yfir fjölda smitaðra fara lækkandi á næstu dögum og vikum. „Ég held það gerist kannski svolítið hægt og í smá sveiflum en ég bind vonir við það að við förum að sjá þetta fara vel niður,“ sagði Þórólfur. Þá var hann spurður út í það hvort hann hefði einhverja mynd af því hvernig veturinn verði. Hann sagðist ekki alveg vita hvað hann ætti að segja en sagði þó að þjóðin þyrfti að búa sig undir að lifa með veirunni næstu mánuði. „Ég held að við komum til með að búa við þessa veiru að einhverju leyti hér innanlands, vonandi tekst okkur að útrýma henni sem mest, það væri auðvitað óskastaða, en við sjáum hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur í Evrópu. Þetta er allt á hvínandi uppsiglingu. Á meðan við búum við það þá þurfum við að vera með einhverjar takmarkanir í gangi til þess að lágmarka álagið af þessari veiru hér innanlands. Það þarf að reyna þá líka að hafa þessar aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er, það er óskastaðan. Ég held við þurfum að búa okkur undir að lifa við þannig aðstæður næstu mánuðina þar til að gott bóluefni kemur og við náum að bólusetja sem flesta,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við sóttvarnalækni í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira