Séra Brown og „fullur aðskilnaður ríkis og kirkju“ Skúli S. Ólafsson skrifar 19. október 2020 09:31 Aðdáendur bresks sjónvarpsefnis láta þættina um smábæjarklerkinn séra Brown ekki framhjá sér fara. Úrræðagóður leysir hann hverja morðráðgátuna á fætur annarri og tryggir öryggi borgaranna, allt þar til kemur að næsta þætti þegar ný ódæðisverk hafa verið framin. En rétt eins og öllu gríni fylgir víst einhver alvara, byggir skáldskapur á alvöru atburðum. Í þessu tilviki er það blessunarlega ekki ískyggileg glæpatíðnin í litlu sókninni, heldur sú staðreynd að víða um hinar dreifðu byggðir eru kirkjur og í þeim starfa prestar og safnaðarfólk. Eftir stendur kirkjan Þetta er merkilegt, því rekstur útibúa á landsvísu virðist ekki vera ábatasamur. Ef marka má þróunina á öðrum sviðum atvinnulífsins hafa íbúar á landsbyggðinni séð á eftir starfsstöðvum á mörgum sviðum. Það á við um opinbera þjónustu, banka og sparisjóði, verslanir og fleira. Excelskjöl sérfræðinganna leiða öll að þeirri niðurstöðu. Eftir stendur að starf kollega séra Brown og samstarfsfólks þeirra er oft það eina sem stendur eftir af því sem áður var blómleg þjónusta. Nýverið lagði hópur þingmanna fram tillögu til þingsályktunar „um fullan aðskilnað ríkis og kirkju.“ Flutningsmenn benda á að trúar- og lífskoðunarfélög sitji ekki við sama borð og að þjóðkirkjan njóti sérstöðu þegar kemur að opinberum framlögum. Margt er við þessar forsendur að athuga. Fyrir það fyrsta er ekkert trúfélag bundið sömu skyldum og þjóðkirkjan. Í stað þess að sjá ofsjónum yfir þeirri „sérstöðu“ sem þjóðkirkjan nýtur ættu þingmenn þessir að líta til þess framlags sem þjónar kirkjunnar leggja til íslensks samfélags. Hér nefni ég nokkur dæmi: Prestar, starfsfólk sóknanna og sjálfboðaliðar, miðla viðvarandi stuðningi til samfélagsins. Þessi þjónusta hefur vakið athygli þeirra sem hafa kannað viðbrögð við hamförum, til dæmis í tengslum við snjóflóðin á Vestfjörðum og eldsumbrot og jarðskjálfta á Suðurlandi. Þegar áfallateymin voru á braut og sérfræðingarnir höfðu snúið sér að öðrum verkefnum voru prestarnir eftir og aðkoma þeirra skipti sköpum í þessum efnum. Það er langtímaverkefni að styðja fólk sem hefur orðið fyrir miklu áfalli í lífinu. Það mikilvægasta er að þjónar kirkjunnar eru á svæðinu, og þegar á þarf að halda skiptir ekki máli hvort það er dagur eða nótt. Margar sögur mætti segja að því ósérhlífna starfi um allt land, þar sem flytja þarf fréttir af hörmungum, taka á móti hópi syrgjenda, veita sálgæslu, sjá um minningarstundir í kirkjum og margt fleira. Styrkur þjóðkirkjunnar birtist einnig þegar kemur að annars konar samfélagslegum áföllum. Sjálfboðaliðar í Keflavíkurkirkju áttu hugmyndina að Velferðarsjóði á Suðurnesjum. Hann var stofnaður á aðventunni 2008, því örlagaári, og hefur starfað óslitið síðan í góðu samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Á vegum hans hafa sóknirnar á svæðinu miðlað stuðningi og fræðslu til mikils fjölda fólks. Nú þegar harðnar á dalnum að nýju, einkum á þessu svæði, kemur sjóðurinn sér afar vel. Þess er vandlega gætt að slaka hvergi á faglegum kröfum þegar kemur að úthlutun og meðferð fjármuna. Þetta sýnir þann samfélagslega styrk sem þjóðkirkjusóknirnar hafa. Kirkjur eru menningarmiðstöðvar. Stór hluti kostnaðar við rekstur sókna þjóðkirkjunnar er launakostnaður og er einkum fólginn í öflugu tónlistarstarfi. Húsnæðið sem sóknirnar sjálfar hafa byggt og reka fyrir sóknargjöldin er meðal þess besta sem íslenskir arkitektar og hönnuðir hafa upphugsað og skapað. Fjöldi sjálfboðaliða leggur þar mikið að mörkum og sjálfar voru kirkjurnar að miklu leyti fjármagnaðar með sjálfboðinni þjónustu. Þessu fylgir eðlilega mikil umsýslan og kostnaður. Viðgerðir og viðhald koma úr sjóðum kirkjunnar. Loks ber að nefna það félagsstarf og hópastarf sem sóknir miðla fyrir alla aldurshópa, allt frá foreldrasamverum til starfs eldriborgara, þátttakendum að kostnaðarlausu. Aðsókn í barna og æskulýðsstarf jókst mikið í síðasta efnahagshruni og fyrir sumar fjölskyldur er þetta eina tómstundastarfið sem börn geta stundað. Forvarnargildi þess er ótvírætt. Félagsstarf fyrir eldri borgara skapar mikilvæg tengsl, viðheldur getu og nærir andann. Málþing, námskeið, ráðstefnur, umfjöllun um atburði líðandi stundar – allt er þetta hluti af litríku og auðugu starfi sem fer fram innan vébanda þjóðkirkjunnar. Þessi þjónusta er vel metin og má í því sambandi nefna að í þjóðaratkvæðagreiðslu frá árinu 2012 vildu rúm 57% kjósenda hafa áfram ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. Kirkjan er samfélagsafl Samstarfsfólk séra Brown situr ekki með hendur í skauti. Og það sem meira er, það sem þingmenn þessir virðast halda að sé rausnarlegt einhliða framlag er í raun aðeins hófleg afborgun af verðmætasta eignasafni sem ríkið hefur nokkru sinni fengið í sinn hlut. Reynt hefur verið að kasta tölu á þau verðmæti sem kirkjujarðirnar eru, jarðir sem ríki og sveitarfélög hafa eignast. Ljóst er að þau hlaupa á hundruðum milljarða. Það færi vel á því að þingmenn þessir ynnu heimavinnu sína, drægju tillöguna til baka og leituðu fremur leiða til að virkja betur það samfélagsafl sem frjálslynd og umburðarlynd þjóðkirkja er. Ekkert félag hefur lagt annað eins inn í opinbera sjóði og þjóðkirkjan hefur gert og ekkert lífsskoðunarfélag hefur sömu samfélagslegu og menningarlegu skuldbindingu og þjóðkirkjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Bíó og sjónvarp Þjóðkirkjan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðdáendur bresks sjónvarpsefnis láta þættina um smábæjarklerkinn séra Brown ekki framhjá sér fara. Úrræðagóður leysir hann hverja morðráðgátuna á fætur annarri og tryggir öryggi borgaranna, allt þar til kemur að næsta þætti þegar ný ódæðisverk hafa verið framin. En rétt eins og öllu gríni fylgir víst einhver alvara, byggir skáldskapur á alvöru atburðum. Í þessu tilviki er það blessunarlega ekki ískyggileg glæpatíðnin í litlu sókninni, heldur sú staðreynd að víða um hinar dreifðu byggðir eru kirkjur og í þeim starfa prestar og safnaðarfólk. Eftir stendur kirkjan Þetta er merkilegt, því rekstur útibúa á landsvísu virðist ekki vera ábatasamur. Ef marka má þróunina á öðrum sviðum atvinnulífsins hafa íbúar á landsbyggðinni séð á eftir starfsstöðvum á mörgum sviðum. Það á við um opinbera þjónustu, banka og sparisjóði, verslanir og fleira. Excelskjöl sérfræðinganna leiða öll að þeirri niðurstöðu. Eftir stendur að starf kollega séra Brown og samstarfsfólks þeirra er oft það eina sem stendur eftir af því sem áður var blómleg þjónusta. Nýverið lagði hópur þingmanna fram tillögu til þingsályktunar „um fullan aðskilnað ríkis og kirkju.“ Flutningsmenn benda á að trúar- og lífskoðunarfélög sitji ekki við sama borð og að þjóðkirkjan njóti sérstöðu þegar kemur að opinberum framlögum. Margt er við þessar forsendur að athuga. Fyrir það fyrsta er ekkert trúfélag bundið sömu skyldum og þjóðkirkjan. Í stað þess að sjá ofsjónum yfir þeirri „sérstöðu“ sem þjóðkirkjan nýtur ættu þingmenn þessir að líta til þess framlags sem þjónar kirkjunnar leggja til íslensks samfélags. Hér nefni ég nokkur dæmi: Prestar, starfsfólk sóknanna og sjálfboðaliðar, miðla viðvarandi stuðningi til samfélagsins. Þessi þjónusta hefur vakið athygli þeirra sem hafa kannað viðbrögð við hamförum, til dæmis í tengslum við snjóflóðin á Vestfjörðum og eldsumbrot og jarðskjálfta á Suðurlandi. Þegar áfallateymin voru á braut og sérfræðingarnir höfðu snúið sér að öðrum verkefnum voru prestarnir eftir og aðkoma þeirra skipti sköpum í þessum efnum. Það er langtímaverkefni að styðja fólk sem hefur orðið fyrir miklu áfalli í lífinu. Það mikilvægasta er að þjónar kirkjunnar eru á svæðinu, og þegar á þarf að halda skiptir ekki máli hvort það er dagur eða nótt. Margar sögur mætti segja að því ósérhlífna starfi um allt land, þar sem flytja þarf fréttir af hörmungum, taka á móti hópi syrgjenda, veita sálgæslu, sjá um minningarstundir í kirkjum og margt fleira. Styrkur þjóðkirkjunnar birtist einnig þegar kemur að annars konar samfélagslegum áföllum. Sjálfboðaliðar í Keflavíkurkirkju áttu hugmyndina að Velferðarsjóði á Suðurnesjum. Hann var stofnaður á aðventunni 2008, því örlagaári, og hefur starfað óslitið síðan í góðu samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Á vegum hans hafa sóknirnar á svæðinu miðlað stuðningi og fræðslu til mikils fjölda fólks. Nú þegar harðnar á dalnum að nýju, einkum á þessu svæði, kemur sjóðurinn sér afar vel. Þess er vandlega gætt að slaka hvergi á faglegum kröfum þegar kemur að úthlutun og meðferð fjármuna. Þetta sýnir þann samfélagslega styrk sem þjóðkirkjusóknirnar hafa. Kirkjur eru menningarmiðstöðvar. Stór hluti kostnaðar við rekstur sókna þjóðkirkjunnar er launakostnaður og er einkum fólginn í öflugu tónlistarstarfi. Húsnæðið sem sóknirnar sjálfar hafa byggt og reka fyrir sóknargjöldin er meðal þess besta sem íslenskir arkitektar og hönnuðir hafa upphugsað og skapað. Fjöldi sjálfboðaliða leggur þar mikið að mörkum og sjálfar voru kirkjurnar að miklu leyti fjármagnaðar með sjálfboðinni þjónustu. Þessu fylgir eðlilega mikil umsýslan og kostnaður. Viðgerðir og viðhald koma úr sjóðum kirkjunnar. Loks ber að nefna það félagsstarf og hópastarf sem sóknir miðla fyrir alla aldurshópa, allt frá foreldrasamverum til starfs eldriborgara, þátttakendum að kostnaðarlausu. Aðsókn í barna og æskulýðsstarf jókst mikið í síðasta efnahagshruni og fyrir sumar fjölskyldur er þetta eina tómstundastarfið sem börn geta stundað. Forvarnargildi þess er ótvírætt. Félagsstarf fyrir eldri borgara skapar mikilvæg tengsl, viðheldur getu og nærir andann. Málþing, námskeið, ráðstefnur, umfjöllun um atburði líðandi stundar – allt er þetta hluti af litríku og auðugu starfi sem fer fram innan vébanda þjóðkirkjunnar. Þessi þjónusta er vel metin og má í því sambandi nefna að í þjóðaratkvæðagreiðslu frá árinu 2012 vildu rúm 57% kjósenda hafa áfram ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. Kirkjan er samfélagsafl Samstarfsfólk séra Brown situr ekki með hendur í skauti. Og það sem meira er, það sem þingmenn þessir virðast halda að sé rausnarlegt einhliða framlag er í raun aðeins hófleg afborgun af verðmætasta eignasafni sem ríkið hefur nokkru sinni fengið í sinn hlut. Reynt hefur verið að kasta tölu á þau verðmæti sem kirkjujarðirnar eru, jarðir sem ríki og sveitarfélög hafa eignast. Ljóst er að þau hlaupa á hundruðum milljarða. Það færi vel á því að þingmenn þessir ynnu heimavinnu sína, drægju tillöguna til baka og leituðu fremur leiða til að virkja betur það samfélagsafl sem frjálslynd og umburðarlynd þjóðkirkja er. Ekkert félag hefur lagt annað eins inn í opinbera sjóði og þjóðkirkjan hefur gert og ekkert lífsskoðunarfélag hefur sömu samfélagslegu og menningarlegu skuldbindingu og þjóðkirkjan.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar