Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 13:32 Fjarskiptamöstur hafa orðið fyrir barðinu á fólki sem heldur ranglega að tengsl séu á milli nýs afbrigðis kórónuveiru og 5G-farnets. Vísir/EPA Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar. Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða. Samsæriskenningar um meint tengsl kórónuveirunnar við þráðlaus fjarskiptanet hafa orðið til þess að kveikt hefur verið í fjarskiptamöstrum í tíu Evrópulöndum undanfarna mánuði. Einnig hefur verið ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Svíþjóð og Pólland eru nú á meðal þeirra fimmtán ríkja sem lögðu fram tillögu við framkvæmdastjórn ESB um að taka upplýsingafalsið fastari tökum. „Það er ljóst að við sjáum vaxandi umsvif and-5G-hreyfingarinnar um allt Evrópusambandið,“ sagði í bréfi ríkjanna. Þau vilja leggja fram sérfræðiþekkingu í að taka á fölskum upplýsingum um 5G-tækni og rafsegulbylgjur. Leggja þau til frekari vísindarannsóknir á áhrifum á heilsu manna, kynningarherferð í Evrópu og að tekið verði á áhyggjuefnum andstæðinga 5G-tækni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Næsta kynslóð farneta hefur verið 5G. Með henni stóreykst hraði í gagnaflutningum og öruggi í tengingum. Tæknin er sögð hornsteininn að aukinni sjálfvirkni- og snjallvæðingu framtíðarinnar. Auk Svíþjóðar og Póllands skrifa Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Kýpur, Eistland, Finnland, Grikkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía undir bréfið til framkvæmdastjórnarinnar.
Fjarskipti Tækni Evrópusambandið Tengdar fréttir 5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum. 2. september 2020 19:40
Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24. júlí 2020 16:31
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10