Utanríkisráðherra Danmerkur tilkynntur til lögreglu fyrir nauðgun Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:45 Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur. Getty/Ole Jensen Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra. MeToo Danmörk Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra.
MeToo Danmörk Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira