Krónan hættir alfarið með plastpoka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 09:05 Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Vísir/Vilhelm Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira