Guðmundur Hólmar um atvinnumennskuna: Þetta tók á Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 22:00 Guðmundur Hólmar er mættur á Selfoss og hefur farið vel af stað í Olís-deildinni. STÖÐ 2 SPORT Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira