Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 13:53 Landsnet segir niðurstöðu minnisblað sem umrædd frétt var byggð á vera byggða á misskilningi. vísir/vilhelm Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. Orkumál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.
Orkumál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira