„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 14:33 Sigríður Elín segist merkja vanmátt hjá kennurum þegar komi að eineltilsmálum. Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Stjórnendur Sjálandsskóla segjast alltaf leggja sig fram við að taka af eineltismálum sem upp komi faglega og af festu. Sigríður Elín Ásmundsdóttir tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi. Ekki stóð á viðbrögðunum. Hún rekur hvert dæmið á fætur öðru þar sem sonur hennar fær að heyra það frá bekkjarfélögum. Hún hafi viljað fara með málið lengra, sem sonur hennar barðist gegn í fyrstu. „Mamma þetta mun samt aldrei lagast, þeir geta ekki hætt að hata mig.” Vanmáttur kennara Lýsingar Sigríðar Elínar eru allt frá afar ljótum ummælum yfir í barsmíðar. Þannig hafi allir nema einn bekkjarfélagi tekið undir að þeir hötuðu son hennar, lítið gert úr fjölskyldumeðlimum hans og honum sjálfum kennt um eineltið. Skólatöskunni kastað í ruslatunnu og takkaskór fokið yfir girðingar. Sonur Sigríðar Elínar er kominn í nýjan skóla og æfir fótbolta með öðru félagi.Vísir/Vilhelm Í samtali við Stundina segir Sigríður Elín skólakerfið virðast eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Hún vísar til Olweusaráætlunar gegn einelti sem leggur til að víkja gerendum úr skóla þegar önnur ráð þrjóta og skylda þá til þess að mæta með foreldrum. Sjálandsskóli fylgi hins vegar ekki áætluninni því Garðabær sé með sérstaka eineltisáætlun. Hún merki vanmátt kennara í eineltismálum sem gefist jafnvel upp. Alvarlegra inngrip þurfi til en að ávíta börn eða hringja í foreldra. Blóðugur eftir hnefahögg „Ég hef fengið ótal símtöl frá elsku stráknum mínum þar sem hann er grátandi inni á klósetti í skólanum og biður mig að koma og sækja sig því strákarnir hafa hótað honum, hreytt í hann særandi athugasemdum eða lamið hann. Ég hef sótt hann grátandi í skólann, oft. Ég hef sótt hann blóðugan í skólann eftir hnefahögg í andlitið, hann fékk blóðnasir,“ segir Sigríður Elín. Hún hafi reynt að stoppa í hann stálinu, hvetja hann til að vera grjótharður og láta strákana ekki komast upp með að láta honum líða illa. „Þeim líði illa og láti það bitna á honum. Ég þurrka tárin og reyni að halda aftur að mínum þegar hann segir mér að sér líði svo illa í skólanum að hann geti ekki hugsað, geti ekki lært og kvíði fyrir að mæta alla daga. Ég segi stráknum mínum að vera hugrakkur, hann sé frábær, snillingur í handbolta og fótbolta og með risastórt og fallegt hjarta sem muni koma honum langt í lífinu.“ Hún reyni að byggja upp sjálfstraustið og plátra laskaða sál. Eineltið orðið dauðans alvara Hún hafi svo heyrt son sinn í símtali við vin sinn sem búi úti á landi. Þar hafi hann deilt með vini sínum hvernig strákarnir í bekknum komi fram við hann. „Ég legg við hlustir og þegar ég heyri barnið mitt segja „mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja” brestur hjartað mitt. Elsku strákurinn minn. Ég sem segi honum alltaf að vera bara sterkur, þetta muni lagast. Þarna áttaði ég mig á því hversu slæmt eineltið var orðið; þegar barn segist ekki vilja lifa lengur er eineltið orðið dauðans alvara!“ #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 Sonur hennar vilji ekki valda foreldrunum áhyggjum eða vera til vandræða. Þannig upplifi hann sig í hópnum sem hafi útilokað hann, hundsað og dreift ýkjusögum. Víðar en í skólanum. Sömuleiðis á fótboltaæfingum þar sem strákar úr öllum Garðabæ æfi saman, hjá Stjörnunni. Þar þurfi hann að hlusta á að hann sé klikkaður og geðveikur. Öryggi í boltanum „Ég get endalaust talið upp. Hann gafst upp á Stjörnunni,“ segir Sigríður Elín og nú sé hann ánægður á æfingum hjá öðru félagi. „Einu sinni báðu nokkrir strákar úr bekknum hann að hitta sig í sundi, hann var glaður og dreif sig af stað en þegar hann kom ofan í laugina þóttust þeir ekki þekkja hann, svöruðu honum ekki þegar hann kallaði á þá.“ Hún spurði son sinn af hverju hann hafi ekki farið upp úr. Svarið var stutt. Hann var með boltann sinn og lék sér sjálfur. „Þarna áttaði ég mig á því að ástæðan fyrir því að hann er ALLTAF með bolta er ekki bara að vegna þess að hann elskar fótbolta og handbolta, boltinn er öryggið hans, ef hann hefur hann getur hann alltaf leikið sér einn. Ég vildi tilkynna eineltið formlega svo ákveðið ferli færi í gang til að reyna að stöðva það. Hann vildi það lengst af ekki, sagði að þá yrði það bara verra. Þeir myndu þá kalla hann aumingja og grenjuskjóðu.“ Hans samþykki hafi fengist fyrir því þótt trúin á að það breytti einhverju væri engin. Fagnaðarlæti í bekknum „Ferlið fór í gang, rætt var við alla drengina og foreldra þeirra, það átti að taka á þessu. En nei, þeir létu hann vera í nokkra daga og byrjuðu svo aftur af fullum þunga þar til sonur minn gat ekki meira. Hann kom heim og brotnaði niður; hágrét og sagðist aldrei vilja fara aftur í Sjálandsskóla.“ Sigríður segist ekki hafa getað haldið áfram að segja honum að þetta myndi lagast. Þetta myndi ekkert lagast. „Ég lofaði honum að hann þyrfti aldrei aftur að mæta í skólann, við myndum finna góðan skóla. Honum var létt, mér var létt.“ Hann hafi svo frétt frá vini sínum að þegar skólastjórinn í Sjálandsskóla hafi tilkynnt bekknum að sonur hennar væri hættur vegna eineltis hafi sumir fagnað. „Það segir allt um ástandið. Þolendur eineltis þurfa alltof oft að flýja skólann sinn, gerendur halda áfram í skólanum, þeir komast upp með að rústa sálum skólafélaga sinna. Einelti má ekki vera tabú, það má ekki vera skömm að verða fyrir einelti. Opnum umræðuna, segjum frá og skilum skömminni til þeirra sem eiga hana.“ Geta ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Yfirlýsingin í heild er hér að neðan. Við hörmum þá stöðu sem upp er komin vegna eineltismáls sem fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi. Unnið hefur verið eftir eineltisáætlun Garðabæjar síðan tilkynning til skólans barst um þetta tiltekna mál. Einelti er alltaf tekið alvarlega og lögð er rík áhersla á að leysa slík mál. Skólinn getur ekki tjáð sig um mál einstaka nemenda en mikilvægt er að það komi fram að unnið hefur verið með nemendum skólans í félagsfærni og vináttuþjálfun um langt skeið. Meðal annars hafa allir kennarar skólans sótt námskeið hjá KVAN þar sem kennarar geta sótt í verkfærakistu til að efla og þjálfa félagsleg samskipti. Þeirri vinnu verður haldið áfram í skólanum í samvinnu við fræðslusvið Garðabæjar. Skólinn hefur lagt sig fram um að vinna öll eineltismál og samskiptamál sem upp koma faglega og af festu. Við biðlum til allra að huga að því að hér er um að ræða börn og mikilvægt að sýna aðgát í orðræðu. Garðabær Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Stjórnendur Sjálandsskóla segjast alltaf leggja sig fram við að taka af eineltismálum sem upp komi faglega og af festu. Sigríður Elín Ásmundsdóttir tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi. Ekki stóð á viðbrögðunum. Hún rekur hvert dæmið á fætur öðru þar sem sonur hennar fær að heyra það frá bekkjarfélögum. Hún hafi viljað fara með málið lengra, sem sonur hennar barðist gegn í fyrstu. „Mamma þetta mun samt aldrei lagast, þeir geta ekki hætt að hata mig.” Vanmáttur kennara Lýsingar Sigríðar Elínar eru allt frá afar ljótum ummælum yfir í barsmíðar. Þannig hafi allir nema einn bekkjarfélagi tekið undir að þeir hötuðu son hennar, lítið gert úr fjölskyldumeðlimum hans og honum sjálfum kennt um eineltið. Skólatöskunni kastað í ruslatunnu og takkaskór fokið yfir girðingar. Sonur Sigríðar Elínar er kominn í nýjan skóla og æfir fótbolta með öðru félagi.Vísir/Vilhelm Í samtali við Stundina segir Sigríður Elín skólakerfið virðast eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Hún vísar til Olweusaráætlunar gegn einelti sem leggur til að víkja gerendum úr skóla þegar önnur ráð þrjóta og skylda þá til þess að mæta með foreldrum. Sjálandsskóli fylgi hins vegar ekki áætluninni því Garðabær sé með sérstaka eineltisáætlun. Hún merki vanmátt kennara í eineltismálum sem gefist jafnvel upp. Alvarlegra inngrip þurfi til en að ávíta börn eða hringja í foreldra. Blóðugur eftir hnefahögg „Ég hef fengið ótal símtöl frá elsku stráknum mínum þar sem hann er grátandi inni á klósetti í skólanum og biður mig að koma og sækja sig því strákarnir hafa hótað honum, hreytt í hann særandi athugasemdum eða lamið hann. Ég hef sótt hann grátandi í skólann, oft. Ég hef sótt hann blóðugan í skólann eftir hnefahögg í andlitið, hann fékk blóðnasir,“ segir Sigríður Elín. Hún hafi reynt að stoppa í hann stálinu, hvetja hann til að vera grjótharður og láta strákana ekki komast upp með að láta honum líða illa. „Þeim líði illa og láti það bitna á honum. Ég þurrka tárin og reyni að halda aftur að mínum þegar hann segir mér að sér líði svo illa í skólanum að hann geti ekki hugsað, geti ekki lært og kvíði fyrir að mæta alla daga. Ég segi stráknum mínum að vera hugrakkur, hann sé frábær, snillingur í handbolta og fótbolta og með risastórt og fallegt hjarta sem muni koma honum langt í lífinu.“ Hún reyni að byggja upp sjálfstraustið og plátra laskaða sál. Eineltið orðið dauðans alvara Hún hafi svo heyrt son sinn í símtali við vin sinn sem búi úti á landi. Þar hafi hann deilt með vini sínum hvernig strákarnir í bekknum komi fram við hann. „Ég legg við hlustir og þegar ég heyri barnið mitt segja „mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja” brestur hjartað mitt. Elsku strákurinn minn. Ég sem segi honum alltaf að vera bara sterkur, þetta muni lagast. Þarna áttaði ég mig á því hversu slæmt eineltið var orðið; þegar barn segist ekki vilja lifa lengur er eineltið orðið dauðans alvara!“ #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 Sonur hennar vilji ekki valda foreldrunum áhyggjum eða vera til vandræða. Þannig upplifi hann sig í hópnum sem hafi útilokað hann, hundsað og dreift ýkjusögum. Víðar en í skólanum. Sömuleiðis á fótboltaæfingum þar sem strákar úr öllum Garðabæ æfi saman, hjá Stjörnunni. Þar þurfi hann að hlusta á að hann sé klikkaður og geðveikur. Öryggi í boltanum „Ég get endalaust talið upp. Hann gafst upp á Stjörnunni,“ segir Sigríður Elín og nú sé hann ánægður á æfingum hjá öðru félagi. „Einu sinni báðu nokkrir strákar úr bekknum hann að hitta sig í sundi, hann var glaður og dreif sig af stað en þegar hann kom ofan í laugina þóttust þeir ekki þekkja hann, svöruðu honum ekki þegar hann kallaði á þá.“ Hún spurði son sinn af hverju hann hafi ekki farið upp úr. Svarið var stutt. Hann var með boltann sinn og lék sér sjálfur. „Þarna áttaði ég mig á því að ástæðan fyrir því að hann er ALLTAF með bolta er ekki bara að vegna þess að hann elskar fótbolta og handbolta, boltinn er öryggið hans, ef hann hefur hann getur hann alltaf leikið sér einn. Ég vildi tilkynna eineltið formlega svo ákveðið ferli færi í gang til að reyna að stöðva það. Hann vildi það lengst af ekki, sagði að þá yrði það bara verra. Þeir myndu þá kalla hann aumingja og grenjuskjóðu.“ Hans samþykki hafi fengist fyrir því þótt trúin á að það breytti einhverju væri engin. Fagnaðarlæti í bekknum „Ferlið fór í gang, rætt var við alla drengina og foreldra þeirra, það átti að taka á þessu. En nei, þeir létu hann vera í nokkra daga og byrjuðu svo aftur af fullum þunga þar til sonur minn gat ekki meira. Hann kom heim og brotnaði niður; hágrét og sagðist aldrei vilja fara aftur í Sjálandsskóla.“ Sigríður segist ekki hafa getað haldið áfram að segja honum að þetta myndi lagast. Þetta myndi ekkert lagast. „Ég lofaði honum að hann þyrfti aldrei aftur að mæta í skólann, við myndum finna góðan skóla. Honum var létt, mér var létt.“ Hann hafi svo frétt frá vini sínum að þegar skólastjórinn í Sjálandsskóla hafi tilkynnt bekknum að sonur hennar væri hættur vegna eineltis hafi sumir fagnað. „Það segir allt um ástandið. Þolendur eineltis þurfa alltof oft að flýja skólann sinn, gerendur halda áfram í skólanum, þeir komast upp með að rústa sálum skólafélaga sinna. Einelti má ekki vera tabú, það má ekki vera skömm að verða fyrir einelti. Opnum umræðuna, segjum frá og skilum skömminni til þeirra sem eiga hana.“ Geta ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Yfirlýsingin í heild er hér að neðan. Við hörmum þá stöðu sem upp er komin vegna eineltismáls sem fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi. Unnið hefur verið eftir eineltisáætlun Garðabæjar síðan tilkynning til skólans barst um þetta tiltekna mál. Einelti er alltaf tekið alvarlega og lögð er rík áhersla á að leysa slík mál. Skólinn getur ekki tjáð sig um mál einstaka nemenda en mikilvægt er að það komi fram að unnið hefur verið með nemendum skólans í félagsfærni og vináttuþjálfun um langt skeið. Meðal annars hafa allir kennarar skólans sótt námskeið hjá KVAN þar sem kennarar geta sótt í verkfærakistu til að efla og þjálfa félagsleg samskipti. Þeirri vinnu verður haldið áfram í skólanum í samvinnu við fræðslusvið Garðabæjar. Skólinn hefur lagt sig fram um að vinna öll eineltismál og samskiptamál sem upp koma faglega og af festu. Við biðlum til allra að huga að því að hér er um að ræða börn og mikilvægt að sýna aðgát í orðræðu.
Við hörmum þá stöðu sem upp er komin vegna eineltismáls sem fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi. Unnið hefur verið eftir eineltisáætlun Garðabæjar síðan tilkynning til skólans barst um þetta tiltekna mál. Einelti er alltaf tekið alvarlega og lögð er rík áhersla á að leysa slík mál. Skólinn getur ekki tjáð sig um mál einstaka nemenda en mikilvægt er að það komi fram að unnið hefur verið með nemendum skólans í félagsfærni og vináttuþjálfun um langt skeið. Meðal annars hafa allir kennarar skólans sótt námskeið hjá KVAN þar sem kennarar geta sótt í verkfærakistu til að efla og þjálfa félagsleg samskipti. Þeirri vinnu verður haldið áfram í skólanum í samvinnu við fræðslusvið Garðabæjar. Skólinn hefur lagt sig fram um að vinna öll eineltismál og samskiptamál sem upp koma faglega og af festu. Við biðlum til allra að huga að því að hér er um að ræða börn og mikilvægt að sýna aðgát í orðræðu.
Garðabær Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira