Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35