„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2020 16:23 Bóndinn á Grænumýri segir riðusmitið vera mikið áfall. Vísir/Tryggvi Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“ Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“
Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23