Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 07:55 Pence varaforseti var í Flórída í gær en sást með grímu þegar hann sneri aftur til Washington-borgar. Hann ætlar að halda áfram ferðalögum þrátt fyrir að hann hafi verið útsettur fyrir smiti. AP/Steve Cannon Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00