Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 23:06 Eldsneytisverksmiðjan sem Statkraft, kísilmálmverksmiðjan Finnfjord og Carbon Recycling hyggjast reisa í Norður-Noregi verður 30 sinnum stærri en sú sem reist var við orkuverið í Svartsengi. Mynd/ONNO ehf. Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Það er liðin átta ár frá því Carbon Recycling reisti verksmiðju sína í Svartsengi, ekki síst til að flytja út hugvit frá Íslandi, með því að sýna umheiminum fram á að þetta væri hægt; að fanga koltvísýring frá iðnaði, í þessu tilviki frá orkuveri HS Orku, og breyta honum í metanól. Frá verksmiðju Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi.Vísir Þjóðverjar með stuðningi Evrópusambandsins voru fyrstir til að kaupa hugmyndina og hófu vorið 2019 að nýta koltvísýring kolaorkuvers við Köln til framleiðslu metanóls. Svíar eru að prófa sig áfram í Luleå með að nýta útblástur stálframleiðslu og einnig Kínverjar sem reisa núna stóra metanólverksmiðju í Hunan-héraði. Og núna hefur Carbon Recycling fengið Norðmenn í viðskiptamannahópinn, að sögn Benedikts Stefánssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar fyrirtækisins. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Norska ríkisorkufyrirtækið Statkraft og kísilmálmframleiðandinn Finnfjord ætla í samstarfi við Carbon Recycling að þróa verksmiðju í Norður-Noregi sem breytir koltvísýringi frá kísilmálmvinnslu í metanól. Áætlað er að norska eldsneytisverksmiðjan verði um þrjátíu sinnum stærri en sú í Svartsengi en áformunum er nánar lýst í fréttatilkynningu Statkraft, sem er hin norska Landsvirkjun. Ákvörðun um fjárfestinguna á að liggja fyrir eftir ár og er áformað að verksmiðjan taki til starfa eftir þrjú ár. Heildarfjárfesting er áætluð um 28 milljarðar íslenskra króna. Af þeim fjármunum áætlar Benedikt að einn til tveir milljarðar króna gætu runnið til Carbon Recycling en um 30 manns starfa núna hjá fyrirtækinu á Íslandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2014 um uppbyggingu Carbon Recycling í Svartsengi má sjá hér: Árið 2014 greindi Stöð 2 frá áformum um að nýta tæknina í kolaorkuveri í Þýskalandi: Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir sex árum voru rakin dæmi um nýsköpun sem sprottið hefur upp í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum: Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Noregur Grindavík Tengdar fréttir ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 1. júlí 2020 11:11 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira
Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Það er liðin átta ár frá því Carbon Recycling reisti verksmiðju sína í Svartsengi, ekki síst til að flytja út hugvit frá Íslandi, með því að sýna umheiminum fram á að þetta væri hægt; að fanga koltvísýring frá iðnaði, í þessu tilviki frá orkuveri HS Orku, og breyta honum í metanól. Frá verksmiðju Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi.Vísir Þjóðverjar með stuðningi Evrópusambandsins voru fyrstir til að kaupa hugmyndina og hófu vorið 2019 að nýta koltvísýring kolaorkuvers við Köln til framleiðslu metanóls. Svíar eru að prófa sig áfram í Luleå með að nýta útblástur stálframleiðslu og einnig Kínverjar sem reisa núna stóra metanólverksmiðju í Hunan-héraði. Og núna hefur Carbon Recycling fengið Norðmenn í viðskiptamannahópinn, að sögn Benedikts Stefánssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar fyrirtækisins. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Norska ríkisorkufyrirtækið Statkraft og kísilmálmframleiðandinn Finnfjord ætla í samstarfi við Carbon Recycling að þróa verksmiðju í Norður-Noregi sem breytir koltvísýringi frá kísilmálmvinnslu í metanól. Áætlað er að norska eldsneytisverksmiðjan verði um þrjátíu sinnum stærri en sú í Svartsengi en áformunum er nánar lýst í fréttatilkynningu Statkraft, sem er hin norska Landsvirkjun. Ákvörðun um fjárfestinguna á að liggja fyrir eftir ár og er áformað að verksmiðjan taki til starfa eftir þrjú ár. Heildarfjárfesting er áætluð um 28 milljarðar íslenskra króna. Af þeim fjármunum áætlar Benedikt að einn til tveir milljarðar króna gætu runnið til Carbon Recycling en um 30 manns starfa núna hjá fyrirtækinu á Íslandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2014 um uppbyggingu Carbon Recycling í Svartsengi má sjá hér: Árið 2014 greindi Stöð 2 frá áformum um að nýta tæknina í kolaorkuveri í Þýskalandi: Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir sex árum voru rakin dæmi um nýsköpun sem sprottið hefur upp í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum:
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Noregur Grindavík Tengdar fréttir ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 1. júlí 2020 11:11 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Sjá meira
ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 1. júlí 2020 11:11
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24