Roma fyrsta liðið til að taka stig af Zlatan og félögum á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:50 Úr leik kvöldsins. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira
AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Sjá meira