Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2020 13:05 Anna Kristín Newton segir það teljandi á fingrum annarrar handar hversu margir menn leiti sér aðstoðar á ári hverju - án þess að hafa brotið á sér. Mun fleiri þurfi á aðstoð að halda en þeir viti ekki hvert skuli leita. Kompás Anna Kristín Newton, sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð við barnagirnd, segir að menn sem finna fyrir slíkum hugsunum og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé aðgengilegar upplýsingar fyrir þá. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu séu að þeir séu skrímsli. Í nýjasta Kompás-þætti kemur fram að um 1% karlmanna séu með barnagirnd. Gróflega áætlað þýðir það að vel á annað þúsund íslenskra karlmanna finni til slíkrar hneigðar. Anna Kristín segir marga finna fyrir hneigðinni strax á barnsaldri. Hugsanirnar geti valdið mikilli vanlíðan og margir vilji leita sér hjálpar til að brjóta ekki af sér. „Þú getur ekki talað við neinn um þetta og þótt þú hafir aldrei brotið af þér situr þú fastur með eigin hugsanir út lífið og í ótta um að þú brjótir af þér. Það er ömurleg staða. Við þurfum að ná til þeirra áður en það gerist.“ Fordæmum hegðunina en ekki manneskjuna Anna Kristín segir sárlega vanta viðvarandi úrræði fyrir þennan hóp. Hún hafi fengið til sín unga menn, allt niður í 18 ára gamla, sem hafi séð viðtal við hana í fjölmiðlum og þori þess vegna að hafa samband. Þeir segi margir hverjir að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvert þeir gætu leitað. En því miður séu margir sem komist ekki alla leið að aðstoðinni, viti ekki af henni eða þori ekki að taka skrefið. Nauðsynlegt sé að hafa aðgengilegar upplýsingar á netinu. „Til dæmis ungur maður með svona hugsanir og vill leita aðstoðar. Hann slær inn „óviðeigandi hugsanir um börn“ í leit á netinu. Það gefur honum engin svör um hvað hann geti gert heldur fær hann upplýsingar um hvað fólki finnist um slíkt og það er ekki gagnlegt.“ Á fjórða tug manna eru nú til rannsóknar á Íslandi vegna vörslu og dreifingu barnaníðs á netinu. Anna Kristín segir mögulegt að ná til þessara manna áður en þeir brjóta af sér.Vísir/Getty Það sé mikilvægt að hegðun þessara manna sé fordæmd en ekki manneskjan sjálf. Það þurfi að koma skýrum skilaboðum til þeirra að það sé hægt að hjálpa þeim. „En einu skilaboðin sem við sendum þeim í dag eru að þeir séu skrímsli, réttdræpir og ættu ekki að fá að umgangast annað fólk. Við sem samfélag erum ekki að horfa í lausnirnar heldur eingöngu að benda á vandann. Það versta sem við gerum er að dæma. Við þurfum að stíga skrefið í aðra átt. Þetta er fólk sem gerir yfirleitt engum öðrum illt og vill gera allt til að koma í veg fyrir það.“ Anna Kristín veit til þess að hjálparsími Rauða krossins hafi fengið símtöl frá þessum mönnum. Þeim sé þá ráðlegt að leita sér aðstoðar hjá meðferðaraðila. „En þetta er löng leið og ekki endilega rétt að 1717 eigi að taka við þessum símtölum.“ Meðferð fækki brotum um helming Nú er 112 með átak þar sem verið er að beina ofbeldismönnum í réttar áttir, til að mynda til Heimilisfriðar sem er meðferðarúrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi. Anna Kristín myndi vilja sjá sambærileg úrræði fyrir menn með barnagirnd – og að þannig væri hægt að beina þeim í einhvern farveg. Í Kompásþættinum kom fram að talið sé að 1% karlmanna séu með barnagirnd. „Eins og staðan er í dag eru bara einstaka sálfræðingar með meðferð við barnagirnd og flestir sem koma til okkar eru menn sem eru skyldugir að sæta meðferð eftir dóm fyrir barnaníð. En menn sem hafa ekki brotið af sér vita ekki hvernig þeir eigi að finna okkur. Við megum ekki auglýsa, við erum ekki hluti af átaki og svo er dýrt að leita slíkrar meðferðar. Þetta er stór hindrun. Við þurfum að finna leið til að rétta þessum mönnum eitthvað.“ Víða erlendis hefur verið sett upp úrræði fyrir þennan hóp og það leiti mun fleiri í þjónustuna en maður geti gert sér í hugarlund. „Talið er að meðferð dragi líkur á brotum um helming. Við myndum auðvitað vilja að árangurinn væri engin brot en helmingi færri brot þýðir helmingi færri brotaþolar.“ Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Anna Kristín Newton, sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð við barnagirnd, segir að menn sem finna fyrir slíkum hugsunum og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé aðgengilegar upplýsingar fyrir þá. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu séu að þeir séu skrímsli. Í nýjasta Kompás-þætti kemur fram að um 1% karlmanna séu með barnagirnd. Gróflega áætlað þýðir það að vel á annað þúsund íslenskra karlmanna finni til slíkrar hneigðar. Anna Kristín segir marga finna fyrir hneigðinni strax á barnsaldri. Hugsanirnar geti valdið mikilli vanlíðan og margir vilji leita sér hjálpar til að brjóta ekki af sér. „Þú getur ekki talað við neinn um þetta og þótt þú hafir aldrei brotið af þér situr þú fastur með eigin hugsanir út lífið og í ótta um að þú brjótir af þér. Það er ömurleg staða. Við þurfum að ná til þeirra áður en það gerist.“ Fordæmum hegðunina en ekki manneskjuna Anna Kristín segir sárlega vanta viðvarandi úrræði fyrir þennan hóp. Hún hafi fengið til sín unga menn, allt niður í 18 ára gamla, sem hafi séð viðtal við hana í fjölmiðlum og þori þess vegna að hafa samband. Þeir segi margir hverjir að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvert þeir gætu leitað. En því miður séu margir sem komist ekki alla leið að aðstoðinni, viti ekki af henni eða þori ekki að taka skrefið. Nauðsynlegt sé að hafa aðgengilegar upplýsingar á netinu. „Til dæmis ungur maður með svona hugsanir og vill leita aðstoðar. Hann slær inn „óviðeigandi hugsanir um börn“ í leit á netinu. Það gefur honum engin svör um hvað hann geti gert heldur fær hann upplýsingar um hvað fólki finnist um slíkt og það er ekki gagnlegt.“ Á fjórða tug manna eru nú til rannsóknar á Íslandi vegna vörslu og dreifingu barnaníðs á netinu. Anna Kristín segir mögulegt að ná til þessara manna áður en þeir brjóta af sér.Vísir/Getty Það sé mikilvægt að hegðun þessara manna sé fordæmd en ekki manneskjan sjálf. Það þurfi að koma skýrum skilaboðum til þeirra að það sé hægt að hjálpa þeim. „En einu skilaboðin sem við sendum þeim í dag eru að þeir séu skrímsli, réttdræpir og ættu ekki að fá að umgangast annað fólk. Við sem samfélag erum ekki að horfa í lausnirnar heldur eingöngu að benda á vandann. Það versta sem við gerum er að dæma. Við þurfum að stíga skrefið í aðra átt. Þetta er fólk sem gerir yfirleitt engum öðrum illt og vill gera allt til að koma í veg fyrir það.“ Anna Kristín veit til þess að hjálparsími Rauða krossins hafi fengið símtöl frá þessum mönnum. Þeim sé þá ráðlegt að leita sér aðstoðar hjá meðferðaraðila. „En þetta er löng leið og ekki endilega rétt að 1717 eigi að taka við þessum símtölum.“ Meðferð fækki brotum um helming Nú er 112 með átak þar sem verið er að beina ofbeldismönnum í réttar áttir, til að mynda til Heimilisfriðar sem er meðferðarúrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi. Anna Kristín myndi vilja sjá sambærileg úrræði fyrir menn með barnagirnd – og að þannig væri hægt að beina þeim í einhvern farveg. Í Kompásþættinum kom fram að talið sé að 1% karlmanna séu með barnagirnd. „Eins og staðan er í dag eru bara einstaka sálfræðingar með meðferð við barnagirnd og flestir sem koma til okkar eru menn sem eru skyldugir að sæta meðferð eftir dóm fyrir barnaníð. En menn sem hafa ekki brotið af sér vita ekki hvernig þeir eigi að finna okkur. Við megum ekki auglýsa, við erum ekki hluti af átaki og svo er dýrt að leita slíkrar meðferðar. Þetta er stór hindrun. Við þurfum að finna leið til að rétta þessum mönnum eitthvað.“ Víða erlendis hefur verið sett upp úrræði fyrir þennan hóp og það leiti mun fleiri í þjónustuna en maður geti gert sér í hugarlund. „Talið er að meðferð dragi líkur á brotum um helming. Við myndum auðvitað vilja að árangurinn væri engin brot en helmingi færri brot þýðir helmingi færri brotaþolar.“
Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira