Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2020 23:19 Frá Thule-herstöðinni á Grænlandi. Hún er nyrsta bækistöð Bandaríkjahers. U.S. Air Force/David Buchanan Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin: Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin:
Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32