Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 20:30 Hörður Björgvin í baráttunni í kvöld. Mikhail Tereshchenko/Getty Images Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10