Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 22:20 Albert var svona líka sáttur í leikslok. Ed van de Pol/Getty Images Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. Albert var í byrjunarliði AZ sem tók á móti Rijeka á heimavelli í F-riðli í kvöld. Teun Koopmeiners kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og Albert bætti við öðru marki þegar 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Jesper Karlsson þriðja mark heimamanna áður en hinn 23 ára gamli Albert bætti við því fjórða þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Gestirnir minnkuðu muninn í 4-1 fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. AZ Alkmaar = top of Group F #UEL pic.twitter.com/siCPrd0wGg— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 29, 2020 AZ vann magnaðan 0-1 útisigur á Napoli í fyrstu umferð og eru því með sex stig að loknum tveimur leikjum. Í hinum leik kvöldsins vann Napoli 0-1 útisigur á Real Sociedad þökk sé marki Matteo Politano. Sverrir Ingi í leik kvöldsins.Joaquin Corchero/Getty Images Sverrir Ingi Ingason var að venju á sínum stað í vörn gríska liðsins PAOK er það heimsótti Granada á Spáni í E-riðli. Hinn 27 ára gamli Sverrir Ingi lék einmitt með Granada árið 2017 og var því að mæta sínum gömlu félögum. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og PAOK því með tvö stig í 3. sæti að loknum tveimur umferðum. Granada er á toppi riðilsins með fjögur stig og PSV í 2. sæti með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30 Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. Albert var í byrjunarliði AZ sem tók á móti Rijeka á heimavelli í F-riðli í kvöld. Teun Koopmeiners kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og Albert bætti við öðru marki þegar 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Jesper Karlsson þriðja mark heimamanna áður en hinn 23 ára gamli Albert bætti við því fjórða þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Gestirnir minnkuðu muninn í 4-1 fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. AZ Alkmaar = top of Group F #UEL pic.twitter.com/siCPrd0wGg— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 29, 2020 AZ vann magnaðan 0-1 útisigur á Napoli í fyrstu umferð og eru því með sex stig að loknum tveimur leikjum. Í hinum leik kvöldsins vann Napoli 0-1 útisigur á Real Sociedad þökk sé marki Matteo Politano. Sverrir Ingi í leik kvöldsins.Joaquin Corchero/Getty Images Sverrir Ingi Ingason var að venju á sínum stað í vörn gríska liðsins PAOK er það heimsótti Granada á Spáni í E-riðli. Hinn 27 ára gamli Sverrir Ingi lék einmitt með Granada árið 2017 og var því að mæta sínum gömlu félögum. Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og PAOK því með tvö stig í 3. sæti að loknum tveimur umferðum. Granada er á toppi riðilsins með fjögur stig og PSV í 2. sæti með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30 Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30
Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. október 2020 21:55
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00