Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 23:31 Frá Nice í dag. AP/Eric Gaillard Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000.
Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30
Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19
Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10