Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 10:26 Donald Trump, forseti, vonast til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. AP/Keith Srakocic Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00
Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44