Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 15:19 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51