Lífið

American Idol stjarna látin

Sylvía Hall skrifar
McKibbin á úrslitakvöldi áttundu þáttaraðar American Idol 2009.
McKibbin á úrslitakvöldi áttundu þáttaraðar American Idol 2009. Getty/Jason Merritt

Söngkonan Nikki McKibbin er látin, 42 ára að aldri. McKibbin er þekktust fyrir þátttöku sína í fyrstu þáttaröð American Idol.

Eiginmaður hennar staðfesti andlát hennar á Facebook í dag, en hún lést í morgun á sjúkrahúsi. Söngkonan hafði fengið slagæðargúlp í heila fyrir fjórum dögum síðan.

McKibbin hafði starfað sem söngkona og lagahöfundur í Texas undanfarin ár. Hún lenti í þriðja sæti í fyrstu þáttaröð American Idol, sama ár og söngkonan Kelly Clarkson bar sigur úr býtum.

„Nikki McKibbin var ótrúlega hæfileikarík og við erum innilega döpur yfir fréttum af andláti hennar. Hún var hluti af American Idol fjölskyldunni okkar og við munum sakna hennar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu American Idol, sem vottar fjölskyldum og vinum McKibbin samúð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.