Fyrirsjáanleikinn 1.júní 2021 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 07:31 Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar