Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. nóvember 2020 07:27 Kjörstaðir opna á mismunandi tímum í Bandaríkjunum en nú þegar hafa íbúar í smábænum í Dixville Notch í New Hamsphire kosið. Getty/Gabrielle Lurie Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32
Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23
Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30