Þarf að hlusta vel og spyrja mikið Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 13:00 Hákon Daði Styrmisson er í landsliðinu sem mætir Litáen í kvöld. stöð 2 „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. Hákon Daði var kallaður inn í íslenska hópinn fyrir leikinn við Litáen í kvöld eftir að Oddur Gretarsson dró sig úr hópnum. Bjarki Már Elísson varð einnig að draga sig úr hópnum og því eru Hákon Daði og Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum vinstri hornamenn landsliðsins í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið afar skammur en Hákon Daði, sem hefur staðið sig afar vel í Olís-deildinni síðustu ár, með ÍBV og Haukum, er fyrst og fremst ánægður með að fá tækifæri í landsliðinu. „Ég er búinn að bíða lengi, og þegar Gunni [Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari] hringdi þá var ég bara ótrúlega stoltur að hann skyldi hugsa til mín og að ég komi til greina,“ segir Hákon, sem hefur lagt mikið á sig til að komast í landsliðið: „Mér finnst það já. Þetta hefur verið löng leið og það leggja allir mikið á sig, en maður verður bara að halda áfram,“ segir Hákon við Guðjón Guðmundsson, en innslagið má sjá hér að neðan. Aðspurður hvort hann reikni með að spila mikið í kvöld segir Hákon: „Ég ætla að reyna að skila af mér góðu dagsverki, hvort sem það verður á bekknum eða inni á vellinum.“ Tvær æfingar til að koma sér inn í hlutina Hann kann vel við pressuna sem fylgir því að vera kominn í landsliðið sem íslenska þjóðin hefur fylgst svo náið með í gegnum árin: „Að sjálfsögðu, og maður þarf að fagna því. Ef að það er engin pressa þá hefur þetta enga þýðingu, svo það er gott að það sé pressa.“ Eins og fyrr segir er sáralítill tími til undirbúnings, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins: „Tvær æfingar. Menn þurfa svo að meta það hvort það sé mikill undirbúningur eða ekki. En það er alla vega fínt að fá eitthvað,“ segir Hákon, einn af sárafáum hérlendum íþróttamönnum sem geta æft íþróttir þessa dagana. En hvernig gengur að koma sér inn í leikkerfin sem íslenska landsliðið notar og annað? Er þetta bara eins og hjá ÍBV? „Þetta er svipað dæmi… Nei, maður þarf að vera fljótur að pikka hlutina upp, hlusta vel og fylgjast vel með, og spyrja mikið.“ Klippa: Hákon Daði í landsliðinu gegn Litáen í kvöld
Handbolti ÍBV Tengdar fréttir Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20