Minnst fjórðungur þjóðarinnar í áhættuhópi vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:00 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur segir minnst fjórðung Íslendinga í áhættuhópi vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11