Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira