Kórónuveira og kreppa stoppa ekki garðyrkjubændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2020 21:16 Þrjár garðyrkjustöðvar í Reykholti eru að stækka gróðurhúsin sín um níu þúsund fermetra samtals. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira