„Þau eru að reyna að stela kosningunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 00:25 Trump í pontu í kvöld. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent