Metfjöldi Covid-smita í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 11:39 Metfjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð. Vísir/Getty Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00
Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52
Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18