Trump viðurkennir ekki ósigur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 18:09 Trump er að öllum líkindum á útleið, hvort sem honum líkar það betur eða verr. AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33