RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 07:00 RAX hefur ferðast um Grænland síðustu fjóra áratugi og safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. RAX „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi .Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. Sagan kenndi honum ýmislegt um virðingu fyrir náttúrunni en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX hefur ferðast um Grænland síðustu fjóra áratugi og safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Ein af þeim sögum sem er honum hvað minnistæðust, er saga Ole og Querndu. Hann Ole var einn af bestu veiðimönnum Grænlands en til að byrja með hafði hann verið neikvæður og veiddi ekkert sérstaklega vel. „Það var eldri veiðimaður sem fylgdist með honum og sagði, þú ert of neikvæður. Þú verður að vera jákvæður því náttúran skynjar þig og hvernig þér líður. Þegar þú ferð of neikvæður þá skilar hún þér engu. Þú verður að hafa jákvætt hugarfar og þá kemur þetta til þín.“ Hugsuðu eins Gamli maðurinn gaf Ole lítinn hvolp, sem fékk nafnið Qerndu en það þýðir svarti hundur. „Þeir urðu vinir á punktinum. Querndu og Ole voru alltaf saman og hlupu út um allt og léku sér.“ Eftir hálft ár þurfti Ole að setja hundinn í keðju eins og venjan er á Grænlandi og byrjuðu þeir þá að vinna saman, meðal annars við ísbjarnarveiðar á ísnum. „Ole sagði, að það var eitthvað mennskt við Qerndu. Hann var eins og maður, við hugsuðum einhvern veginn eins. Þetta var uppáhalds hundurinn hans og sá gáfaðasti sem hann hefur nokkurn tímann átt.“ RAX segir að á Grænlandi sé hundurinn ríkur þáttur í menningu og daglegu lífi, svo mikið að hann nánast rennur saman við samfélagið og náttúruna. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX hvernig þeirra saga kenndi honum að það er ekki ráðlegt að segja hvað sem er úti í náttúrunni á Grænlandi, maður getur fengið það í bakið einn daginn. Klippa: RAX Augnablik - Ole og Qerndu Í þessum þætti af RAX Augnablik má meðal annars sjá nokkrar ljósmyndir úr nýrri bók hans sem kemur út á næstu vikum. Í bókinni Hetjur norðurslóða tekur hann saman brot af þeim myndum sem hann hefur tekið af grænlenskum veiðimönnum og veiðihundunum þeirra. Bókin er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Bókin er gefin út af Kehrer Verlag í í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum sem og af Querndu, útgáfufélagi RAX hér á landi, sem heitir sama nafni og hundurinn í sögu þáttarins. Elsta myndin í bókinni var tekin árið 1986 og sú yngsta er rétt ársgömul. Saman segja þær frá hrikalegum umskiptum í náttúru manna og dýra. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Grænland Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi .Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. Sagan kenndi honum ýmislegt um virðingu fyrir náttúrunni en þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX hefur ferðast um Grænland síðustu fjóra áratugi og safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Ein af þeim sögum sem er honum hvað minnistæðust, er saga Ole og Querndu. Hann Ole var einn af bestu veiðimönnum Grænlands en til að byrja með hafði hann verið neikvæður og veiddi ekkert sérstaklega vel. „Það var eldri veiðimaður sem fylgdist með honum og sagði, þú ert of neikvæður. Þú verður að vera jákvæður því náttúran skynjar þig og hvernig þér líður. Þegar þú ferð of neikvæður þá skilar hún þér engu. Þú verður að hafa jákvætt hugarfar og þá kemur þetta til þín.“ Hugsuðu eins Gamli maðurinn gaf Ole lítinn hvolp, sem fékk nafnið Qerndu en það þýðir svarti hundur. „Þeir urðu vinir á punktinum. Querndu og Ole voru alltaf saman og hlupu út um allt og léku sér.“ Eftir hálft ár þurfti Ole að setja hundinn í keðju eins og venjan er á Grænlandi og byrjuðu þeir þá að vinna saman, meðal annars við ísbjarnarveiðar á ísnum. „Ole sagði, að það var eitthvað mennskt við Qerndu. Hann var eins og maður, við hugsuðum einhvern veginn eins. Þetta var uppáhalds hundurinn hans og sá gáfaðasti sem hann hefur nokkurn tímann átt.“ RAX segir að á Grænlandi sé hundurinn ríkur þáttur í menningu og daglegu lífi, svo mikið að hann nánast rennur saman við samfélagið og náttúruna. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX hvernig þeirra saga kenndi honum að það er ekki ráðlegt að segja hvað sem er úti í náttúrunni á Grænlandi, maður getur fengið það í bakið einn daginn. Klippa: RAX Augnablik - Ole og Qerndu Í þessum þætti af RAX Augnablik má meðal annars sjá nokkrar ljósmyndir úr nýrri bók hans sem kemur út á næstu vikum. Í bókinni Hetjur norðurslóða tekur hann saman brot af þeim myndum sem hann hefur tekið af grænlenskum veiðimönnum og veiðihundunum þeirra. Bókin er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Bókin er gefin út af Kehrer Verlag í í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum sem og af Querndu, útgáfufélagi RAX hér á landi, sem heitir sama nafni og hundurinn í sögu þáttarins. Elsta myndin í bókinni var tekin árið 1986 og sú yngsta er rétt ársgömul. Saman segja þær frá hrikalegum umskiptum í náttúru manna og dýra. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Grænland Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01
RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00