„Ég verð ekki sú síðasta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 07:48 Kamala við ræðupúltið í nótt. Tasos Katopodis/Getty Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07
Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57