Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira