Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 19:38 Joe Biden hér ásamt George W. Bush og Lauru Bush árið 2018. Getty/William Thomas Cain Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir Bandaríkjamenn geta treyst því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og að niðurstöðurnar séu skýrar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bush sem var 43. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti frá árinu 2000 til 2008. Segist hann hafa hringt í Biden og Harris til þess að óska þeim til hamingju. Segir Bush að jafn vel þótt hann hafi ekki alltaf verið sammála demókratanum Biden viti hann að þar sé góður maður á ferð. Segir hann Biden hafa ítrekað við sig að það sé ætlun hins verðandi forseta að vera forseti allra Bandaríkjamanna, ekki bara demókrata. Segist Bush einnig hafa sagt það sama við Biden og hann sagði við Donald Trump og Barack Obama, eftirmenn hans í starfinu, að hann bjóði fram aðstoð sína sé þörf á henni. Þá óskar hann Donald Trump til hamingju með kosningabaráttu hans, hann hafi staðið sig vel í að fá um 70 milljón atkvæði sem sé ótrúlegur pólitískur árangur að mati Bush. Segir hann Trump í fullum rétti að óska eftir endurtalningu eða hefja lagalega baráttu til að fá úr því skorið hvort rétt hafi verið staðið að kosningunum, en Bandaríkjamenn geti samt sem áður treyst á að kosningarnar hafi farið fram með réttum hætti. „Bandaríska þjóðin getur treysti því að þessar kosningar voru sanngjarnar, að þær hafi verið heiðarlegar og að úrslitin séu skýr,“ skrifar Bush. Statement by President George W. Bush: https://t.co/Bsbv8k1nho pic.twitter.com/O7CLtEvxk0— George W. Bush Presidential Center (@TheBushCenter) November 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden George W. Bush Tengdar fréttir Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn sagnfræðings. 8. nóvember 2020 13:30