Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 11:46 Joe Biden og eiginkona hans Jill. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira