Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 11:46 Joe Biden og eiginkona hans Jill. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira