Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:00 Félagarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra. Getty/Oliver Contreras-Pool William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira