Trump endurgeldur ekki greiða Obama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. nóvember 2020 23:20 Trump og Obama takast í hendur í lok fundarins, 10. nóvember 2016. Win McNamee/Getty Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu. Nokkrum dögum áður hafði Trump unnið sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs. Hefð er fyrir því að fráfarandi forseti bjóði nýkjörnum forseta í Hvíta húsið og er það álitið til marks um að friðsæl valdaskipti séu fram undan. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. Á fundi þeirra Obama og Trumps, sem stóð yfir í 90 mínútur, sagði fráfarandi forsetinn að hann vildi að Trump tækist vel til í starfi og hann myndi styðja við hann, þannig að valdaskiptin gætu gengið snurðulaust fyrir sig. Fundurinn vakti sérstaka athygli þegar hann fór fram. Áður hafði Trump í fjölmörg ár verið afar hávær rödd í herferð sem ætlað var að draga í efa að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum, og mætti því, lögum samkvæmt, ekki gegna embætti forseta. Obama er fæddur í Hawaii-ríki í Bandaríkjunum. Þá hefur Trump líka sakað Obama um að hafa stofnað hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, sem einnig eru þekkt sem ISIS. Á fundinum sagði Trump hins vegar að Obama væri „afar góður maður“ og að hann myndi taka ráðum forsetans fráfarandi. Sama dag og fundurinn fór fram áttu Joe Biden, þáverandi varaforseti og nú nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence varaforseti, samræður á skrifstofu varaforsetans. Í kjölfarið þeirra tísti Biden um að hann hefði rætt við arftaka sinn í embætti til þess að „bjóða fram stuðning fyrir snurðulaus, óaðfinnanleg valdaskipti.“ Biden veitti Pence raunar ráðgjöf varðandi utanríkismál fyrstu mánuði þess síðarnefnda í embætti, fram til sumarsins 2017, að því er CNN hefur eftir ráðgjöfum Bidens. Pence tók við varaforsetaembættinu af Biden í janúar 2017.Mark Wilson/Getty Enginn fundur í þetta sinn Fundur, líkur þeim sem fram fór fyrir fjórum árum, hefur ekki átt sér stað til þess að auðvelda valdaskiptin nú, eftir sigur Bidens á Trump forseta í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag. Forsetinn hefur neitað að viðurkenna ósigur og heldur því fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað. Hann kveðst ætla að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir dómi, en engar sannanir fyrir staðhæfingum um víðtæk kosningasvik hafa verið lagðar fram opinberlega. Hvorki af forsetanum né nokkrum úr starfsliði hans eða stjórn. Viðbrögð forsetans þýða að Biden og undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin hafa enn ekki fengið aðgang að fjármunum og upplýsingum sem venjan hefur verið að fráfarandi stjórn veiti nýkjörnum forseta. Samkvæmt könnun sem gerð var af Reuters-fréttastofunni og rannsóknarfyrirtækinu Ipsos, eru hátt í 80% Bandaríkjamanna tilbúnir að viðurkenna sigur Bidens í kosningunum. Af þeim skráðu Repúblikönum sem tóku þátt í könnuninni, var yfir helmingur sem viðurkenndi sigur hans. Þá töldu 72% þátttakenda að sá sem lyti í lægra haldi í forsetakosningum ætti að viðurkenna ósigur. Af þátttakendum töldu 60% að friðsamleg valdaskipti myndu fara fram þann 20. janúar næstkomandi. Valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ Nú síðast í dag var Mike Pompeo, utanríkisráðherra í stjórn Trumps, spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi. Pompeo svaraði því til að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Sjá einnig: Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Þá hefur Washington Post greint frá því að Hvíta húsið hafi sent alríkisstofnunum þau skilaboð að halda eigi áfram vinnu við fjárlagatillögur Trumps forseta. Slíkar tillögur eru ekki lagðar fram í febrúar, en Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Eins er Pence varaforseti sagður hafa rætt við öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í dag. Á hann meðal annars að hafa sagt að hann trúði því að hann myndi eiga eftir að vinna áfram með þeim sem forseti öldungadeildarinnar. Það er hlutverk varaforseta, en Kamala Harris tekur við varaforsetaembættinu 20. janúar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur þá ekki viðurkennt sigur Bidens. Segir hann að uns kjörmenn hafi greitt atkvæði um hver verði forseti, geti hver sem bauð sig fram vakið máls á áhyggjum sínum um talningu atkvæða fyrir dómstólum innan viðeigandi lögsögu. Senate majority leader Mitch McConnell said that the 'Electoral College will determine the winner,' when asked about some Republican senators not acknowledging Joe Biden's victory over Donald Trump in the U.S. presidential election pic.twitter.com/vwjQXKyqMv— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 Biden segir málið vandræðalegt Joe Biden, verðandi forseti, sagði á fréttamannafundi í dag að hann teldi afneitun forsetans vandræðalega. „Mér finnst þetta bara vera vandræðalegt, hreinskilnislega sagt. Hvernig get ég sagt þetta smekklega? Ég held að þetta muni ekki hjálpa arfleið forsetans,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hvaða áhrif hann teldi það hafa á bandarísku þjóðina að Trump þráist við að viðurkenna ósigur. Hann segir að þó að undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin fái ekki aðgang að opinberu fé muni það halda áfram störfum sínum. Þá gerði hann lítið úr því að hann fengi ekki upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem hefð er fyrir að nýkjörinn forseti fái aðgang að eftir að úrslit kosninga liggja fyrir. Hann sagði slíkar upplýsingar gagnlegar, en ekki nauðsynlegar fyrir undirbúning valdaskiptanna. „Við sjáum ekki að neitt hægi á okkur,“ sagði verðandi forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu. Nokkrum dögum áður hafði Trump unnið sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs. Hefð er fyrir því að fráfarandi forseti bjóði nýkjörnum forseta í Hvíta húsið og er það álitið til marks um að friðsæl valdaskipti séu fram undan. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. Á fundi þeirra Obama og Trumps, sem stóð yfir í 90 mínútur, sagði fráfarandi forsetinn að hann vildi að Trump tækist vel til í starfi og hann myndi styðja við hann, þannig að valdaskiptin gætu gengið snurðulaust fyrir sig. Fundurinn vakti sérstaka athygli þegar hann fór fram. Áður hafði Trump í fjölmörg ár verið afar hávær rödd í herferð sem ætlað var að draga í efa að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum, og mætti því, lögum samkvæmt, ekki gegna embætti forseta. Obama er fæddur í Hawaii-ríki í Bandaríkjunum. Þá hefur Trump líka sakað Obama um að hafa stofnað hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, sem einnig eru þekkt sem ISIS. Á fundinum sagði Trump hins vegar að Obama væri „afar góður maður“ og að hann myndi taka ráðum forsetans fráfarandi. Sama dag og fundurinn fór fram áttu Joe Biden, þáverandi varaforseti og nú nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence varaforseti, samræður á skrifstofu varaforsetans. Í kjölfarið þeirra tísti Biden um að hann hefði rætt við arftaka sinn í embætti til þess að „bjóða fram stuðning fyrir snurðulaus, óaðfinnanleg valdaskipti.“ Biden veitti Pence raunar ráðgjöf varðandi utanríkismál fyrstu mánuði þess síðarnefnda í embætti, fram til sumarsins 2017, að því er CNN hefur eftir ráðgjöfum Bidens. Pence tók við varaforsetaembættinu af Biden í janúar 2017.Mark Wilson/Getty Enginn fundur í þetta sinn Fundur, líkur þeim sem fram fór fyrir fjórum árum, hefur ekki átt sér stað til þess að auðvelda valdaskiptin nú, eftir sigur Bidens á Trump forseta í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag. Forsetinn hefur neitað að viðurkenna ósigur og heldur því fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað. Hann kveðst ætla að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir dómi, en engar sannanir fyrir staðhæfingum um víðtæk kosningasvik hafa verið lagðar fram opinberlega. Hvorki af forsetanum né nokkrum úr starfsliði hans eða stjórn. Viðbrögð forsetans þýða að Biden og undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin hafa enn ekki fengið aðgang að fjármunum og upplýsingum sem venjan hefur verið að fráfarandi stjórn veiti nýkjörnum forseta. Samkvæmt könnun sem gerð var af Reuters-fréttastofunni og rannsóknarfyrirtækinu Ipsos, eru hátt í 80% Bandaríkjamanna tilbúnir að viðurkenna sigur Bidens í kosningunum. Af þeim skráðu Repúblikönum sem tóku þátt í könnuninni, var yfir helmingur sem viðurkenndi sigur hans. Þá töldu 72% þátttakenda að sá sem lyti í lægra haldi í forsetakosningum ætti að viðurkenna ósigur. Af þátttakendum töldu 60% að friðsamleg valdaskipti myndu fara fram þann 20. janúar næstkomandi. Valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ Nú síðast í dag var Mike Pompeo, utanríkisráðherra í stjórn Trumps, spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi. Pompeo svaraði því til að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Sjá einnig: Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Þá hefur Washington Post greint frá því að Hvíta húsið hafi sent alríkisstofnunum þau skilaboð að halda eigi áfram vinnu við fjárlagatillögur Trumps forseta. Slíkar tillögur eru ekki lagðar fram í febrúar, en Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Eins er Pence varaforseti sagður hafa rætt við öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í dag. Á hann meðal annars að hafa sagt að hann trúði því að hann myndi eiga eftir að vinna áfram með þeim sem forseti öldungadeildarinnar. Það er hlutverk varaforseta, en Kamala Harris tekur við varaforsetaembættinu 20. janúar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur þá ekki viðurkennt sigur Bidens. Segir hann að uns kjörmenn hafi greitt atkvæði um hver verði forseti, geti hver sem bauð sig fram vakið máls á áhyggjum sínum um talningu atkvæða fyrir dómstólum innan viðeigandi lögsögu. Senate majority leader Mitch McConnell said that the 'Electoral College will determine the winner,' when asked about some Republican senators not acknowledging Joe Biden's victory over Donald Trump in the U.S. presidential election pic.twitter.com/vwjQXKyqMv— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 Biden segir málið vandræðalegt Joe Biden, verðandi forseti, sagði á fréttamannafundi í dag að hann teldi afneitun forsetans vandræðalega. „Mér finnst þetta bara vera vandræðalegt, hreinskilnislega sagt. Hvernig get ég sagt þetta smekklega? Ég held að þetta muni ekki hjálpa arfleið forsetans,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hvaða áhrif hann teldi það hafa á bandarísku þjóðina að Trump þráist við að viðurkenna ósigur. Hann segir að þó að undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin fái ekki aðgang að opinberu fé muni það halda áfram störfum sínum. Þá gerði hann lítið úr því að hann fengi ekki upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem hefð er fyrir að nýkjörinn forseti fái aðgang að eftir að úrslit kosninga liggja fyrir. Hann sagði slíkar upplýsingar gagnlegar, en ekki nauðsynlegar fyrir undirbúning valdaskiptanna. „Við sjáum ekki að neitt hægi á okkur,“ sagði verðandi forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00
Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01
Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45