Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 08:50 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem í daglegu tali kallast Pentagon. AP/Charles Dharapak Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. Aðrir háttsettir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar aðgerða Trump. Eftir að Trump rak Esper skipaði hann Christopher Miller sem starfandi ráðherra, svo tilnefning hans þurfi ekki staðfestingu þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðrir sem þykja dyggir stuðningsmenn forsetans og hafa komið sér fyrir í ráðuneytinu eru Kash Patel og Cohen-Watnick. Þeir störfuðu báðir áður í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Patel starfaði lengi fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem einnig er mikill stuðningsmaður Trump, og hefur tekið virkan þátt í viðleitni Hvíta hússins til að grafa undan niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Cohen-Watnik starfaði lengi náið með fyrrverandi herforingjanum Michael Flynn, sem var áður þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Flynn var rekinn eftir skamma veru í starfi þegar í ljós kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur. Þegar H.R. McMaster tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi reyndi hann að reka Cohen-Watnick en Trump er sagður hafa komið í veg fyrir það. Meðal þeirra er einnig Anthony Tata, fyrrverandi herforingi og reglulegur gestur Fox News. Hann hafði áður verið tilnefndur í stöðu aðstoðarráðherra af Trump en um er að ræða þriðju æðstu stöðu varnarmálaráðuneytisins. Öldungadeildin, sem stjórnað er af Repúblikönum tók tilnefningu hans þó ekki fyrir á fundi eftir að tíst þar sem hann kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, hryðjuverkaleiðtoga, múslima og kallaði hann njósnara, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur hann verið skipaður í þessa sömu stöðu af Trump, sem fór alfarið fram hjá þinginu. Aðgerðir Trump í varnarmálaráðuneytinu hafa valdið þingmönnum áhyggjum af því að þær geti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þingmaðurinn Adam Smith, sem stýrir hermálanefnd fulltrúadeildarinnar, sagði að næstu 70 dagar gætu orðið hættulegir, ef Trump haldi áfram að bola embættismönnum úr varnarmálaráðuneytinu og koma fyrir eigin fólki sem hann telur hliðhollt sér. Samkvæmt Politico hafa þingmenn áhyggjur af því að Trump hafi sópað í burtu þeim sem gætu staðið í vegi fljótfærra ákvarðana hans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. Aðrir háttsettir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar aðgerða Trump. Eftir að Trump rak Esper skipaði hann Christopher Miller sem starfandi ráðherra, svo tilnefning hans þurfi ekki staðfestingu þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðrir sem þykja dyggir stuðningsmenn forsetans og hafa komið sér fyrir í ráðuneytinu eru Kash Patel og Cohen-Watnick. Þeir störfuðu báðir áður í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Patel starfaði lengi fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem einnig er mikill stuðningsmaður Trump, og hefur tekið virkan þátt í viðleitni Hvíta hússins til að grafa undan niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Cohen-Watnik starfaði lengi náið með fyrrverandi herforingjanum Michael Flynn, sem var áður þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Flynn var rekinn eftir skamma veru í starfi þegar í ljós kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur. Þegar H.R. McMaster tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi reyndi hann að reka Cohen-Watnick en Trump er sagður hafa komið í veg fyrir það. Meðal þeirra er einnig Anthony Tata, fyrrverandi herforingi og reglulegur gestur Fox News. Hann hafði áður verið tilnefndur í stöðu aðstoðarráðherra af Trump en um er að ræða þriðju æðstu stöðu varnarmálaráðuneytisins. Öldungadeildin, sem stjórnað er af Repúblikönum tók tilnefningu hans þó ekki fyrir á fundi eftir að tíst þar sem hann kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, hryðjuverkaleiðtoga, múslima og kallaði hann njósnara, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur hann verið skipaður í þessa sömu stöðu af Trump, sem fór alfarið fram hjá þinginu. Aðgerðir Trump í varnarmálaráðuneytinu hafa valdið þingmönnum áhyggjum af því að þær geti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þingmaðurinn Adam Smith, sem stýrir hermálanefnd fulltrúadeildarinnar, sagði að næstu 70 dagar gætu orðið hættulegir, ef Trump haldi áfram að bola embættismönnum úr varnarmálaráðuneytinu og koma fyrir eigin fólki sem hann telur hliðhollt sér. Samkvæmt Politico hafa þingmenn áhyggjur af því að Trump hafi sópað í burtu þeim sem gætu staðið í vegi fljótfærra ákvarðana hans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00