Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 23:31 Jared Kushner hefur verið prímus mótor í baráttu Trump um að halda Hvíta húsinu. epa/Jim Lo Scalzo „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Þetta hefur CNN eftir Jill Kargman, rithöfundi og dóttur fyrrum stjórnarformanns Chanel, um endurkomu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmanns Ivönku og ráðgjafa forsetans, til New York. Kargman hefur verið virkur þátttakandi í félagslífi ríka fólksins í borginni og sótt fjölda viðburða þar sem Ivanka og Jared voru meðal viðstaddra. Hillary Clinton hlaut yfirburðastuðning Manhattan-búa árið 2016 og Ivanka og Jared virðast ekki þau vinsælustu í borginni um þessar mundir.epa/Justin Lane Áður en hjónin fluttu til Washington umgengust þau þotulið New York og sóttu alla flottustu viðburðina. CNN segir hins vegar alls óvíst að þau eigi afturkvæmt til borgarinnar, þar sem 9 af hverju 10 íbúum Manhattan kaus Hillary Clinton árið 2016. New Jersey eða Flórída? Parið fékk smjörþefinn af stemningunni þegar Lincoln-verkefnið svokallað kostaði risastóra auglýsingu á Times Square þar sem sjá mátti sjá brosandi Ivönku og Jared við hlið tölfræði um fjölda látinna í Covid-19 faraldrinum. Þá var myndin sett á flutningabifreiðar sem hringsóluðu hringinn í kringum Trump Tower. Hjónin eiga stóra íbúð í einu af dýrari hverfum borgarinnar en CNN hefur eftir heimildamanni að þau kunni að verja meiri tíma í New Jersey eða Flórída þegar dvöl Trump í Hvíta húsinu tekur enda. Ivanka og Jared hafa verið tíðir gestir á Met-galakvöldinu. Sú sem ræður gestalistanum er Anna Wintour, hinn alræmdi ritstjóri Vogue. Hún er harður demókrati og menn velta því nú fyrir sér hvort parið verður áfram velkomið.epa/Justin Lane Flórídaríki er sagt upplögð bækistöð fyrir Ivönku ef hún hefur hug á því að leita frama í stjórnmálum. Samkvæmt öðrum heimildamanni er ekki líklegt að Ivanka og Jared dvelji til lengri tíma í Mar-a-Lago, þar sem Ivanka á gestahús, þar sem forsetinn er mjög hrifinn af staðnum en samband Melaniu, eiginkonu hans, og Ivönku er stirt. Þá er talið ólíklegt að þau verði áfram í Washington. „Þau þekkja bara að vera við völd í DC,“ segir háttsettur repúblikani. „Bíddu bara þangað til þau fatta að það er engin að fara að svara í símann þegar þau hringja.“ Fjárhagurinn kann að ráða för Talsmenn Ivönku og Jared vildu ekki tjá sig um framtíðaráform þeirra þegar eftir því var leitað. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði gnótt tækifæra bíða Jared en það væri of snemmt að spá og spegúlera um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Talið er víst að Ivanka hafi pólitískan metnað. Hún var eitt sinn álitin rödd skynseminnar í Trump-fjölskyldunni en þykir nú hafa tileinkað sér MAGA-fárið sem skapast hefur kringum föður hennar.epa/Michael Reynolds CNN segir líklegt að Charles Kushner, faðir Jared, geri ráð fyrir að hann taki aftur virkan þátt í fyrirtækjarekstri fjölskyldunnar eftir að forsetatíð tengdaföður hans rennur sitt skeið. Þá er bent á að í störfum sínum fyrir Hvíta húsið hafi Jared myndað margvísleg sambönd við aðila í Mið-Austurlöndum. Ivanka sagði sig frá öllum störfum fyrir Trump-samsteypuna þegar faðir hennar var kjörinn forseti en fær engu að síður greiðslur frá ýmsum fyrirtækjum innan samstæðunnar, t.d. Trump International Hotel Washington D.C., þar sem heilsulindin ber nafn hennar. Fjárhagsleg staða kann að verða þáttur í ákvörðun þeirrra um framtíðina þar sem Jared hefur tekið a.m.k. 30 milljónir dala að láni frá því að hann hóf störf í Hvíta húsinu en umrædd lán eru á gjalddaga 2022. Þá á Ivanka yfir höfði sér dómsmál í New York vegna markaðsmisnotkunar. Umfjöllun CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
„[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Þetta hefur CNN eftir Jill Kargman, rithöfundi og dóttur fyrrum stjórnarformanns Chanel, um endurkomu Ivönku Trump, dóttur Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmanns Ivönku og ráðgjafa forsetans, til New York. Kargman hefur verið virkur þátttakandi í félagslífi ríka fólksins í borginni og sótt fjölda viðburða þar sem Ivanka og Jared voru meðal viðstaddra. Hillary Clinton hlaut yfirburðastuðning Manhattan-búa árið 2016 og Ivanka og Jared virðast ekki þau vinsælustu í borginni um þessar mundir.epa/Justin Lane Áður en hjónin fluttu til Washington umgengust þau þotulið New York og sóttu alla flottustu viðburðina. CNN segir hins vegar alls óvíst að þau eigi afturkvæmt til borgarinnar, þar sem 9 af hverju 10 íbúum Manhattan kaus Hillary Clinton árið 2016. New Jersey eða Flórída? Parið fékk smjörþefinn af stemningunni þegar Lincoln-verkefnið svokallað kostaði risastóra auglýsingu á Times Square þar sem sjá mátti sjá brosandi Ivönku og Jared við hlið tölfræði um fjölda látinna í Covid-19 faraldrinum. Þá var myndin sett á flutningabifreiðar sem hringsóluðu hringinn í kringum Trump Tower. Hjónin eiga stóra íbúð í einu af dýrari hverfum borgarinnar en CNN hefur eftir heimildamanni að þau kunni að verja meiri tíma í New Jersey eða Flórída þegar dvöl Trump í Hvíta húsinu tekur enda. Ivanka og Jared hafa verið tíðir gestir á Met-galakvöldinu. Sú sem ræður gestalistanum er Anna Wintour, hinn alræmdi ritstjóri Vogue. Hún er harður demókrati og menn velta því nú fyrir sér hvort parið verður áfram velkomið.epa/Justin Lane Flórídaríki er sagt upplögð bækistöð fyrir Ivönku ef hún hefur hug á því að leita frama í stjórnmálum. Samkvæmt öðrum heimildamanni er ekki líklegt að Ivanka og Jared dvelji til lengri tíma í Mar-a-Lago, þar sem Ivanka á gestahús, þar sem forsetinn er mjög hrifinn af staðnum en samband Melaniu, eiginkonu hans, og Ivönku er stirt. Þá er talið ólíklegt að þau verði áfram í Washington. „Þau þekkja bara að vera við völd í DC,“ segir háttsettur repúblikani. „Bíddu bara þangað til þau fatta að það er engin að fara að svara í símann þegar þau hringja.“ Fjárhagurinn kann að ráða för Talsmenn Ivönku og Jared vildu ekki tjá sig um framtíðaráform þeirra þegar eftir því var leitað. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði gnótt tækifæra bíða Jared en það væri of snemmt að spá og spegúlera um hvað hann tæki sér fyrir hendur. Talið er víst að Ivanka hafi pólitískan metnað. Hún var eitt sinn álitin rödd skynseminnar í Trump-fjölskyldunni en þykir nú hafa tileinkað sér MAGA-fárið sem skapast hefur kringum föður hennar.epa/Michael Reynolds CNN segir líklegt að Charles Kushner, faðir Jared, geri ráð fyrir að hann taki aftur virkan þátt í fyrirtækjarekstri fjölskyldunnar eftir að forsetatíð tengdaföður hans rennur sitt skeið. Þá er bent á að í störfum sínum fyrir Hvíta húsið hafi Jared myndað margvísleg sambönd við aðila í Mið-Austurlöndum. Ivanka sagði sig frá öllum störfum fyrir Trump-samsteypuna þegar faðir hennar var kjörinn forseti en fær engu að síður greiðslur frá ýmsum fyrirtækjum innan samstæðunnar, t.d. Trump International Hotel Washington D.C., þar sem heilsulindin ber nafn hennar. Fjárhagsleg staða kann að verða þáttur í ákvörðun þeirrra um framtíðina þar sem Jared hefur tekið a.m.k. 30 milljónir dala að láni frá því að hann hóf störf í Hvíta húsinu en umrædd lán eru á gjalddaga 2022. Þá á Ivanka yfir höfði sér dómsmál í New York vegna markaðsmisnotkunar. Umfjöllun CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira