Tvö fyrirtæki á „svörtum lista“ kærunefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 15:50 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson. Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson.
Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira