Brotin sem enginn vill vita af Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:37 Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun